Heimildarmynd sem gerð var í tilefni þess að 20 ár voru liðin frá því eldgos hófst í Heimaey og stór hluti Vestmannaeyjakaupstaðar hvarf undir hraunflóðið. Í myndinni er litið til baka til þessa atburðar og skoðað hvaða áhrif hann hefur haft á mannlíf í eyjunni þessa tvo áratugi sem liðnir eru frá gosi.
Myndirnar sem sýndar eru frá gosinu eru fengnar frá Hreiðari Marteinssyni en hann tók manna mest af kvikmyndum meðan á gosinu stóð. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Ralph Christians. Framleiðsla: Magmafilm sf og Þumall kvikmyndagerð.
Heimildamynd um Pál Steingrímsson kvikmyndagerðarmann. Í myndinni er rakin litrík ævisaga Páls, upplifun hans og störf. Áhugamálin hafa leitt hann á hina ólíklegustu staði og oftar en ekki hefur myndavélin verið í för.
Sumarið 2013 réðust íbúar Vestmannaeyja og Hornafjarðar í umfangsmiklar framkvæmdir í samstarfi við færustu hönnuði landsins. Þeir máluðu, smíðuðu og gerðu upp gömul hús og gáfu ný hlutverk. Umsjónarmaður: Guðrún Dís Emilsdóttir. Handrit og stjórn framleiðslu: Þórhallur Gunnarsson. Dagskrárgerð: Sigurður R. Jakobsson.
Sumarið 2013 réðust íbúar Vestmannaeyja og Hornafjarðar í umfangsmiklar framkvæmdir í samstarfi við færustu hönnuði landsins. Þeir máluðu, smíðuðu og gerðu upp gömul hús og gáfu ný hlutverk. Umsjónarmaður: Guðrún Dís Emilsdóttir. Handrit og stjórn framleiðslu: Þórhallur Gunnarsson. Dagskrárgerð: Sigurður R. Jakobsson.
Heimildarmynd frá 1974 sem Sjónvarpið lét gera um eldgosið í Heimaey sem hófst 23. janúar 1973. Myndinni lýkur ári seinna, um það bil sem uppbygging hófst á ný í Heimaey. Dagskrárgerð: Magnús Bjarnfreðsson.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Egill Helgason hefur umsjón með þessum þætti. Fyrst koma til hans borgarfulltrúarnir Einar Þorsteinsson, Alexandra Briem, Friðjón R. Friðjónsson og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Í síðari hluta þáttar ræðir hann svo við Stefán Jón Hafstein.
Hinrik hittir einhvern nýjan á hverjum degi og lendir í ótrúlegustu uppákomum.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Apinn Skotti og fíllinn Fló eru bestu vinir og bralla ýmislegt skemmtilegt í skóginum ásamt vinum sínum.
Blæja er sex ára hundur sem er stútfull af óstöðvandi gleði. Allir venjulegir hlutir geta orðið ævintýri hjá Blæju og fjölskyldu hennar.
Fallegir þættir um litla björninn Móa sem ferðast um allan heiminn á hjólinu sínu.
Nokkrir kunnulegir og ókunnulegir fiskar kynna sig fyrir áhorfendum.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Íslenska landsliðið dottið úr keppni 2. Jacinda Ardern segir af sér 3. Æfa úti í öllum veðrum
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
50 ár eru liðin frá því að gos hófst í Vestmannaeyjum og þúsundir íbúa voru fluttir brott af eyjunni á einni nóttu. Þessara tímamóta er minnst með viðburði í Eldheimum í Vestmannaeyjum og er Kastljós sent beint út þaðan. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp en Kastljós ræddi einnig við fjölda Vestmanneyinga um upplifun þeirra af þessum stóra viðburði.
Náttúrulífsþættir þar sem David Attenborough skoðar þróun lífsins á jörðinni í víðu samhengi, allt frá því frumstætt líf kviknaði fyrst í flæðarmálinu fyrir hundruðum milljóna ára til hins fjölskrúðuga lífs sem nú byggir jörðina.
Norsk leikin þáttaröð um Ester, lífsglaða þriggja barna móður sem býður vinum og ættingjum í heljarmikla veislu í tilefni af fertugsafmæli sínu. Veislan tekur óvænta stefnu þegar gestirnir komast óvart á snoðir um leyndarmál sem snýr að gestgjafanum. Aðalhlutverk: Nina Ellen Ødegaard, Thorbjørn Harr, Sara Khorami, Per Kjerstad, Hermann Sabado og Hanne Skille Reitan. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Heimildarmynd frá 2013. Margir segja að þeim hafi liðið eins og útlendingum heima hjá sér, ýmist á nýjum slóðum á fastalandinu eða eftir að þeir fluttu aftur til Vestmannaeyja eftir Heimaeyjargosið 1973. Í myndinni er fjallað um innri baráttu þeirra sem upplifðu gosið og leitað svara við spurningunni um hvort henni sé lokið. Dagskrárgerð: Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sighvatur Jónsson.
Heimildarþættir frá BBC þar sem listsagnfræðingarnir Dr. Janina Ramirez og Alastair Sooke ferðast til þriggja borga og fjalla um áhrif lista á sögu og menningu borganna. Borgirnar sem þau heimsækja eru Lissabon, höfuðborg Portúgal, Beirút, höfuðborg Líbanons og Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan.
Beinar útsendingar frá leikjum á HM karla í handbolta.
Bein útsending frá leik Króatíu og Barein í milliriðli á HM karla í handbolta.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Valborg Ólafsdóttir er uppalin í Kópavogi en býr nú ásamt manni sínum og tveimur börnum í Holti undir Eyjafjöllum. Hún situr síður en svo aðgerðarlaus því ásamt því að reka gistiheimili, hugsa um 230 kindur og 70 hesta og taka á móti ferðamönnum á hverjum einasta degi semur hún og flytur tónlist ásamt nágrönnum sínum á næstu bæjum sem vill svo heppilega til að eru músíkalskir.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Íslenska landsliðið dottið úr keppni 2. Jacinda Ardern segir af sér 3. Æfa úti í öllum veðrum
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir
Beinar útsendingar frá leikjum á HM karla í handbolta.
Bein útsending frá leik Egyptalands og Danmerkur í milliriðli á HM karla í handbolta.