Vandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
Huggulegir þættir þar sem snjómaðurinn les úr sínum uppáhaldsbókum fyrir litlu mýsnar í bókabúðinni.
Vinirnir Begga og Fress leika sér að tölum og leysa saman ýmsar þrautir og gátur.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Apinn Skotti og fíllinn Fló eru bestu vinir og bralla ýmislegt skemmtilegt í skóginum ásamt vinum sínum.
Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Ævintýralegir þættir um músafjölskyldu sem býr á lítilli plánetu.
Stuðboltarnir í þotuakademíunni, Súla, Kiddi, Lars og Fúsi, fara á heimshornaflakk til að bjarga þekktum kennileitum frá Galla-Grími.
Blæja er sex ára hundur sem er stútfull af óstöðvandi gleði. Allir venjulegir hlutir geta orðið ævintýri hjá Blæju og fjölskyldu hennar.
Kærulausi unglingurinn Don Diego þjálfar sig í skylmingum þar sem hann ætlar sér að takast á við það mikla óréttlætti sem samlandar hans eru beittir af ógnarstjórninnisem þar ræður ríkjum. Hann verður framúrskarandi skylmingamaður og tekursér nafnið sem mjög margir þekkja, Zorro.
Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Frímínútur eru frábærar! Í þessari fjörugu spurninga- og þrautakeppni mætast tvö lið þar sem þau leysa skemmtilegar þrautir og svara spurningum um allt milli himins og jarðar!
Umsjónarmenn eru Alex Eli Schweitz Jakobsson og Rebakka Rán Guðnadóttir
Þrautirnar sem gula liðið Herramenn og bleika liðið Vitlausu voffarnir keppa í að þessu sinni eru Upplit og Vandamál.
Bókatréð, vísbendingaspurningar og svikamyllan eru að sjálfsögðu á sínum stað.
Keppendur eru:
Herramenn Einar og Bjartur
Vitlasu voffarnir Baldur og Snæfríður
Í þáttunum Húllumhæ er menning og fjör í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, rýnum í bækur og sjáum hvað unga fólkið í landinu er að fást við. Þáttastjórnendur eru Anja Sæberg og Bjarni Kristbjörnsson
Í Húlumhæ: Árni Beinteinn fræðist um nýtt forrit sem kennir krökkum tónlist, Björgvin Ívar fræðir okkur um Swipe cut-brelluna og Auðunn Sölvi spjallar við Sævar Helga í Krakkakiljunni.
Umsjón:
Þuríður Davíðsdóttir
Árni Beinteinn Árnason
Fram komu:
Árni Beinteinn Árnason
Hilmar Þór Birgisson
Jón Gunnar Þórðarson
Emma Líf Sigurðardóttir
Benjamín Eldjárn Snorrason
Þóra Hilmarsson
Bjartey Sigurðardóttir
Ásthildur Bjarney Snorradóttir
Björgvin Ívar Guðmundsson
Sævar Helgi Bragason
Auðunn Sölvi Hugason
Handrit og framleiðsla:
Karitas M. Bjarkadóttir
Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm.
Ungt fólk um allan heim hefur risið upp og mótmælt lífsháttum mannkyns. Það gerir kröfu um að við endurhugsum samfélagsgerðina og hugmyndir um hagkerfi og neitar að sitja uppi með loftslagssyndir þeirra sem á undan komu.
Stuttir heimildaþættir um ólíkar tegundir myndavéla í gegnum tíðina, fólkið sem notaði þær og myndirnar sem voru teknar með þeim.
Íslensk þáttaröð þar sem Logi Pedro skoðar heim og sögu íslenskrar hönnunar. Í þáttunum er lögð áhersla á arkitektúr, grafíska hönnun, vöruhönnun og fatahönnun og rætt við starfandi hönnuði í hverri grein um verk þeirra og störf. Framleiðsla: 101 Productions.
Í þessum þætti kynnir Logi Pedro sér arkitektúr á Íslandi. Hann hittir Óskar Örn, arkitekt og doktorsnema í sögu arkitektúrs, Sigríður Siþórsdóttur, arkitekt hjá Basalt og Hafstein og Karítas, hönnuði og eigendur HAF Studio.
Björg Magnúsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson fylgja íslensku Eurovision-förunum eftir í Tórínó á Ítalíu, fylgjast með undirbúningi og stífum æfingum fyrir keppnina og ræða við áhugaverða keppendur frá öðrum löndum. Stjórn upptöku: Gísli Berg.
Sænskir þættir um matarsóun og hvernig hægt er að sporna gegn henni. Þáttastjórnendurnir Anna Lundberg og Paul Svensson kynna áhorfendur fyrir óvæntum uppskriftum að dýrindis réttum sem búnir eru til úr hráefni sem annars hefði verið hent.
Heimildarþættir um unglingamenningu á Íslandi í gegnum tíðina. Hver þáttur spannar einn áratug og eru unglingsárin krufin í gegnum viðtöl við þjóðþekkta Íslendinga. Leikstjórn: Björn B. Björnsson. Framleiðsla: Reykjavík Films.
Í fyrsta þætti Unga Íslands er fjallað um unglingamenningu á Íslandi á árunum 1990-2000. Viðmælendur í þættinum eru Birgitta Haukdal, Bragi Valdimar Skúlason, Ilmur Kristjánsdóttir, Lára Björg Björnsdóttir og Stefán Karl Stefánsson.
Ævintýraleg þáttaröð um fjóra félaga sem ferðast um heiminn á skútu. Í hverri höfn leika þeir svo sirkuslistir fyrir borgarana áður en þeir sigla á næsta áfangastað.
Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem að baki þeim liggja.
Í þessum þætti er rætt við Þorfinn Guðnason kvikmyndastjóra.
Þorfinnur útskrifaðist 1987 frá California College of Arts and Crafts þar sem hann lagði stund á nám í kvikmyndagerð. Í framhaldi af því hóf hann störf hjá Sjónvarpinu þar sem hann starfaði um árabil sem myndatökumaður, klippari og dagskrárgerðarmaður. Um miðbik tíunda áratugsins sneri hann sér að gerð heimildamynda. Fyrsta myndin sem hann sendi frá sér var Húsey árið 1995. Önnur mynd hans er Hagamús: með lífið í lúkunum, sem vakti mikla athygli og hefur verið sýnd og verðlaunuð víða um lönd. Þriðja mynd Þorfinns er Lalli Johns frá árinu 2001. Myndin var sýnd í Háskólabíói á sínum tíma við áður óþekktar vinsældir heimildamyndar á vettvangi kvikmyndahúsa. Hún hlaut einnig Edduverðlaunin sem heimildamynd ársins. Fjórða heimildamynd Þorfinns, Grand Rokk, fjallar um andrúmsloftið á samnefndu veitingahúsi, 2004 sendi hann frá sér fimmtu mynd sína, Hestasögu, sem einnig hefur ferðast víða og nýjasta mynd hans er Klink & Bank sem er um starfsemi ungra listamanna í gamla Hampiðjuhúsinu í Reykjavík.
Mette Blomsterberg er í sumarskapi og töfrar fram einfalda og sumarlega eftirrétti.
Nýir íslenskir lífstíls- og matarþættir þar sem þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið, kynnast áhugaverðu fólki og fræðast um menningu, listir, mat og nýsköpun í nýtingu auðlinda. Á leið sinni á hvern áfangastað safna þeir hráefnum sem Gunnar Karl nýtir til matreiðslu í lok hvers þáttar með dyggri aðstoð heimamanna. Leikstjórn: Hannes Þór Arason. Framleiðsla: Gamli Blakkur, Fígúra og Lilja Jóns.
Dóri og Gunnar Karl fljúga vestur á Ísafjörð og leggja hluta Vestfjarða undir fót. Þeir fara um Önundarfjörð þar sem þeir fá ferska hörpuskel, kíkja á Þingeyri og halda veglega grillveislu á Flateyri.
Þáttaröð um íslenska tónlist í umsjón Sigtryggs Baldurssonar. Honum til halds og trausts eru Guðmundur Kristinn Jónsson og Bragi Valdimar Skúlason. Farið er um víðan völl íslensku tónlistarsenunnar og þekktir tónlistarmenn fengnir til að vinna nýtt efni fyrir þættina.
Textað á síðu 888 í Textavarpi.
Þáttur um Íslandsmótin í rallý, torfæru og ýmsu öðru. Dagskrárgerð: Bragi Þórðarson.
Ferða- og matreiðsluþáttur þar sem Kristinn Guðmundsson ferðast með vini sínum Janusi Braga og eldar fyrir hann. Nú fara þeir um Dýrafjörð þar sem þeir eru alls ekki á heimavelli. Dagskrárgerð og framleiðsla: Kristinn Guðmundsson.
Kristinn og Janus Bragi fara á rúntinn frá Þingeyri að Svalvogavita og elda mat við vitann.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Bein útsending frá Eurovision í Tórínó. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson.
Bein útsending frá úrslitum Eurovision í Tórínó. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson. Kosningavaka hefst áður en úrslit Eurovision liggja fyrir en hægt er að horfa á útsendinguna í heild á RÚV 2.
RÚV verður á ferðinni um land allt á kosninganótt. Nýjustu tölur verða birtar um leið og þær berast, rætt við gesti og gangandi, stjórnmálaleiðtoga, fréttaskýrendur og áhugafólk um stjórnmál.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Bein útsending frá Eurovision í Tórínó. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson.
Bein útsending frá úrslitum Eurovision í Tórínó. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson. Kosningavaka hefst áður en úrslit Eurovision liggja fyrir en hægt er að horfa á útsendinguna í heild á RÚV 2.
Skemmtiatriði sem flutt var í hléi í Eurovision í Tórínó.