13:00
Taka tvö II
Þorfinnur Guðnason
Taka tvö II

Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum úr myndunum og rætt um hugmyndirnar sem að baki þeim liggja.

Í þessum þætti er rætt við Þorfinn Guðnason kvikmyndastjóra.

Þorfinnur útskrifaðist 1987 frá California College of Arts and Crafts þar sem hann lagði stund á nám í kvikmyndagerð. Í framhaldi af því hóf hann störf hjá Sjónvarpinu þar sem hann starfaði um árabil sem myndatökumaður, klippari og dagskrárgerðarmaður. Um miðbik tíunda áratugsins sneri hann sér að gerð heimildamynda. Fyrsta myndin sem hann sendi frá sér var Húsey árið 1995. Önnur mynd hans er Hagamús: með lífið í lúkunum, sem vakti mikla athygli og hefur verið sýnd og verðlaunuð víða um lönd. Þriðja mynd Þorfinns er Lalli Johns frá árinu 2001. Myndin var sýnd í Háskólabíói á sínum tíma við áður óþekktar vinsældir heimildamyndar á vettvangi kvikmyndahúsa. Hún hlaut einnig Edduverðlaunin sem heimildamynd ársins. Fjórða heimildamynd Þorfinns, Grand Rokk, fjallar um andrúmsloftið á samnefndu veitingahúsi, 2004 sendi hann frá sér fimmtu mynd sína, Hestasögu, sem einnig hefur ferðast víða og nýjasta mynd hans er Klink & Bank sem er um starfsemi ungra listamanna í gamla Hampiðjuhúsinu í Reykjavík.

Var aðgengilegt til 21. október 2022.
Lengd: 48 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,