apríl 2025
mámánudagur | þrþriðjudagur | mimiðvikudagur | fifimmtudagur | föföstudagur | lalaugardagur | susunnudagur |
---|---|---|---|---|---|---|
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Lið Akureyrar og Reykjanesbæjar eigast við í átta liða úrslitum.
Danskir þættir um móðurhlutverkið. Í þáttunum er fjallað um þær miklu breytingar sem fylgja því að verða móðir, kröfurnar sem mæður gera til sjálfra sín og hvernig gengur að samræma móðurhlutverk, fjölskyldulíf og vinnu.
Íslensk þáttaröð um þær Steineyju og Sigurlaugu sem vita ekkert hvert þær stefna í lífinu. Í þáttunum kynnast þær hvaða nám og störf standa ungu fólki til boða og fá nasasjón af ýmiss konar starfsframa. Dagskrárgerð: Arnór Pálmi Arnarsson. Framleiðsla: Sagafilm.
Af hverju velur fólk sér nám sem tryggir tilfinningalegt og líkamlegt álag en slæmar tekjur? Af hverju að vinna í heilbrigðisgeiranum?
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í Skógræktarstöðinni á Hallormsstað er ferðaklósett sem talið er tengjast Bítlinum Ringo Starr og hefur það verið geymt á staðnum í fjóra áratugi. Við reynum að komast að sannleikanum um klósettið en fræðumst í leiðinni um útihátíðina sem Stuðmenn héldu í Atlavík 1984.

Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Lóan er komin 2. Einstakur apríl 3. Gaggó vest
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Áhrifa tollastríðs Bandaríkjanna gætti víða á mörkuðum í dag. Sigríður Benediktsdóttir, dósent við Columbia háskóla í Bandaríkjunum, segir að veikari þjóðir hafi mestu að tapa. Þetta geti haft slæm áhrif á bæði hag verkafólks og umhverfisvernd.
Staðan á Íslandi er óljós en í henni gætu þó falist tækifæri. Rætt við Örnu Láru Jónsdóttur og Vilhjálm Árnason sem bæí eiga sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Edda Björgvins hefur enn og aftur slegið í gegn, nú með nýjum persónum á samfélagsmiðlum.

Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem Michael Mosley hittir fólk víða um heim sem virðist hafa fundið leiðir til að hægja á öldrun sinni og rannsakar vísindin á bak við fullyrðingar þeirra.
Norsk leikin þáttaröð frá 2024 um ástarsamband kanadíska tónlistarmannsins Leonards Cohen og hinnar norsku Marianne Ihlen á sjöunda áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Alex Wolff, Thea Sofie Loch Næss og Anna Torv. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.

Breskir heimildarþættir sem skoða kvikmyndasöguna í gegnum linsu kvikmyndagerðakvenna. Þættirnir skiptast í 40 kafla sem taka fyrir ólíkar hliðar kvikmyndagerðar og eingöngu er stuðst við dæmi úr kvikmyndum sem konur leikstýra. Sögukonur eru Tilda Swinton, Jane Fonda, Debra Winger, Adjoa Andoh, Kerry Fox, Thandie Newton og Sharmila Tagore. Leikstjóri: Mark Cousins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Lóan er komin 2. Einstakur apríl 3. Gaggó vest