
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
Barnamynd um lítinn strák sem dreymir að hann sé einn í heiminum og geti því gert allt sem hann langar til. Leikstjóri er Ásthildur Kjartansdóttir og leikendur Vésteinn Sæmundsson, Karl Guðmundsson, Ingvar E. Sigurðsson og Vigdís Gunnarsdóttir.
Heimildarmynd um rithöfundinn Þórunni Valdimarsdóttur. Arthúr Björgvin Bollason tekur Þórunni tali og vinir hennar og samferðafólk segja frá kynnum sínum af henni. Farið er yfir feril hennar sem rithöfundar og rætt um ljóð hennar, skáldverk og sagnfræðirit. Kvikmyndastjórn: Jón Egill Bergþórsson. Framleiðsla: Eggert Gunnarsson.

Finnlands-sænskir lífsstílsþættir þar sem meðal annars er fjallað um matreiðslu, garðyrkju og föndur.

Miðvikudaginn 30. september 2015 bauð RÚV landsmönnum að taka upp brot úr lífi sínu. Markmiðið var að búa til einskonar hversdags sinfóníu, svipmyndir af lífi fólksins í landinu á þessum tiltekna degi. Yfir tuttugu klukkustundir af efni bárust frá vel á þriðja hundrað manns hvaðanæva af landinu. Dagskrárgerð: Ásgrímur Sverrisson.

Þættir frá árunum 1989-1990 í umsjón Jóns Gunnars Grjetarssonar. Kynntar eru helstu gönguleiðir á þeim stöðum sem heimsóttir eru. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Danskir þættir um móðurhlutverkið. Í þáttunum er fjallað um þær miklu breytingar sem fylgja því að verða móðir, kröfurnar sem mæður gera til sjálfra sín og hvernig gengur að samræma móðurhlutverk, fjölskyldulíf og vinnu.

Íslensk þáttaröð um þær Steineyju og Sigurlaugu sem vita ekkert hvert þær stefna í lífinu. Í þáttunum kynnast þær hvaða nám og störf standa ungu fólki til boða og fá nasasjón af ýmiss konar starfsframa. Dagskrárgerð: Arnór Pálmi Arnarsson. Framleiðsla: Sagafilm.
Hefur einhver raunverulegan áhuga á bóknámi? Hvers vegna fara svo margir nemendur í viðskiptafræði og lögfræði? Er þetta ekki drepleiðinlegt?
Íslensk heimildarþáttaröð í sex hlutum þar sem skyggnst er inn í heim tvíbura og sagðar persónulegar sögur. Í þáttunum er fylgst með því líffræðilega undri sem á sér stað þegar tvíburar verða til og þeim sterku tengslum sem virðast fylgja flestum tvíburum út lífið. Hvaða helstu áskoranir bíða tvíbura, búa þeir yfir meiri samkennd en aðrir, hversu samtaka í lífinu eru þeir og hugsa þeir jafnvel eins? Umsjón og framleiðsla: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eiríkur Ingi Böðvarðsson.
Alexandra Ósk Jónsdóttir og Arnar Hlynur Elliot Magnússon eru að fara takast á við stærsta og mikilvægasta hlutverk sitt á lífsleiðinni, að verða foreldrar. Það er afrek að koma barni í heiminn, hvað þá tveimur í einu. Í þessum þætti er fylgst með tvíburafæðingu og álaginu sem fylgir því að fá lottóvinninginn tveir fyrir einn.

Danskir þættir þar sem við kynnumst fatahönnuðum sem leggja áherslu á fjölbreytileika og sjálfbærni.


Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.

Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.

Krúttlegir og skemmtilegir þættir þar sem er fylgst með ungum dýrum þar sem þau leika sér og læra á lífið og tilveruna í faðmi fjölskyldunnar.

Hinrik hittir einhvern nýjan á hverjum degi og lendir í ótrúlegustu uppákomum.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem Michael Mosley hittir fólk víða um heim sem virðist hafa fundið leiðir til að hægja á öldrun sinni og rannsakar vísindin á bak við fullyrðingar þeirra.
Norsk leikin þáttaröð frá 2024 um ástarsamband kanadíska tónlistarmannsins Leonards Cohen og hinnar norsku Marianne Ihlen á sjöunda áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Alex Wolff, Thea Sofie Loch Næss og Anna Torv. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Hvaða áhrif hafa glundroði og óvissa í alþjóðaviðskiptum á íslenska hagkerfið? Björgvin Ingi Ólafsson ráðgjafi hjá Deloitte, Gylfi Magnússon hagfræðiprófessor og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Guðrún Inga Ingólfsdóttir forstöðumaður eignastýringar hjá lífeyrissjóðnum Lífsverki og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans leita svara við því. Neil Datta, framkvæmdastjóri Evrópsku þingmannasamtakanna um kyn- og frjósemisréttindi segir það enga tilviljun að bakslag hafi orðið í umræðu um jafnréttismál og réttindi samkynhneigðra, því þaulskipulagðir og fjármagnaðir þrýstihópar beiti sér fyrir því. Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur umsjón með þættinum.

Breskir heimildarþættir sem skoða kvikmyndasöguna í gegnum linsu kvikmyndagerðakvenna. Þættirnir skiptast í 40 kafla sem taka fyrir ólíkar hliðar kvikmyndagerðar og eingöngu er stuðst við dæmi úr kvikmyndum sem konur leikstýra. Sögukonur eru Tilda Swinton, Jane Fonda, Debra Winger, Adjoa Andoh, Kerry Fox, Thandie Newton og Sharmila Tagore. Leikstjóri: Mark Cousins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.