
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Talsett Disney-teiknimynd frá 2015. Þegar Dagný flytur og þarf að byrja í nýjum skóla eru tilfinningarnar innra með henni, þau Gleði, Sorg, Ótti, Ofsi og Óbeit, ekki alltaf sammála um hvernig best er að takast á við þessar nýju aðstæður. Myndin hlaut Óskarsverðlaun sem besta teiknimyndin árið 2016.
Þættir um börn og ungmenni sem eiga annað móðurmál en íslensku og hafa hlotið Íslenskuverðlaun unga fólksins. Dagskrárgerð og umsjón: Hafsteinn Vilhelmsson.
Alisa fæddist í Úkraínu árið 2012. Hún flutti með foreldrum sínum til Íslands 2019, þegar hún var átta ára, en hóf þó ekki skólagöngu fyrr en ári seinna, haustið 2020. Alissa segir að þolinmæði kennara skipti miklu máli þegar kemur að því að kenna nemendum með annað móðurmál íslensku.
Íslensk heimildarmynd um náttúrufræðinginn og fuglaljósmyndarann Jóhann Óla Hilmarsson. Í myndinni fylgjumst við með Jóhanni Óla mynda og rannsaka fuglalíf landsins. Leikstjóri: Heimir Freyr Hlöðversson. Framleiðsla: Compass Films.
Heimildarmynd þar sem Einar Kárason fer yfir feril sinn og tengingu sína við leiklist, kvikmyndir og lifandi sagnaflutning. Hann fer á slóðir Sturlunga í Skagafirði, kemur við í Reykholti og á Skemmuloftinu í Landnámssetrinu. Siglingar og knattspyrna koma við sögu og rætt er við ýmsa sem eru kunnugir Einari og verkum hans. Handrit og umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. Kvikmyndastjórn: Jón Egill Bergþórsson.
Danskir þættir um móðurhlutverkið. Í þáttunum er fjallað um þær miklu breytingar sem fylgja því að verða móðir, kröfurnar sem mæður gera til sjálfra sín og hvernig gengur að samræma móðurhlutverk, fjölskyldulíf og vinnu.
Íslensk heimildarmynd um 60 ára tónlistarferil Örvars Kristjánssonar, harmónikkuleikara. Vinir og vandamenn Örvars eru teknir tali og þjóðþekktir tónlistarmenn flytja eftirlætislögin hans. Leikstjórn: Jón Þór Hannesson og Grétar Örvarsson.
Íslensk þáttaröð um þær Steineyju og Sigurlaugu sem vita ekkert hvert þær stefna í lífinu. Í þáttunum kynnast þær hvaða nám og störf standa ungu fólki til boða og fá nasasjón af ýmiss konar starfsframa. Dagskrárgerð: Arnór Pálmi Arnarsson. Framleiðsla: Sagafilm.
Er ópraktískt að fara í listnám? Er yfir höfuð hægt að læra list? Ættu listamenn kannski að finna sér alvöru vinnu?

Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Fílinn er stórskemmtilegt dýr og hreyfir sig svo mikið, við lærum að elska fílinn af því að hann kennir okkur svolítið mikilvægt
Talsett Disney-teiknimynd frá 2007 um rottuna Remy sem hefur ástríðu fyrir matargerð og dreymir um að verða kokkur í París. Þegar hann kynnist óvænt klaufalega stráknum Linguini sem vinnur í eldhúsinu á einum frægasta veitingastað Parísar gera þeir með sér óvenjulegt samkomulag.
Um borð í yfirgefinni geimstöð fara Bríet og Birnir í aðgerð þar sem þau reyna að eyða minningum um samband sitt – og hvort annað yfirhöfuð. Við það birtast glætur af stormasömu sambandi; fyrstu kynnum, djúpri ást og að lokum hatri. Ferlið verður einskonar ferðalag um mynd- og hljóðheim plötunnar 1000 orð. Að lokum sitjum við eftir með spurninguna: "Tókst aðgerðin?"
Íslensk heimildarmynd frá 2020. Helena Jónsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, og Þorvaldur Þorsteinsson, skáld og myndlistarmaður, voru par og nærðust á skapandi lífskrafti hvers annars. Þorvaldur lést árið 2013 og Helena leitar að styrk til að halda áfram með líf sitt og listsköpun samhliða því að koma arfleifð hans í örugga höfn. Leikstjórn: Kristín Andrea Þórðardóttir.