ok

Tvíburar

Fæðing

Alexandra Ósk Jónsdóttir og Arnar Hlynur Elliot Magnússon eru að fara takast á við stærsta og mikilvægasta hlutverk sitt á lífsleiðinni, að verða foreldrar. Það er afrek að koma barni í heiminn, hvað þá tveimur í einu. Í þessum þætti er fylgst með tvíburafæðingu og álaginu sem fylgir því að fá lottóvinninginn tveir fyrir einn.

Frumsýnt

10. apríl 2023

Aðgengilegt til

2. feb. 2200
TvíburarTvíburar

Tvíburar

Íslensk heimildarþáttaröð í sex hlutum þar sem skyggnst er inn í heim tvíbura og sagðar persónulegar sögur. Í þáttunum er fylgst með því líffræðilega undri sem á sér stað þegar tvíburar verða til og þeim sterku tengslum sem virðast fylgja flestum tvíburum út lífið. Hvaða helstu áskoranir bíða tvíbura, búa þeir yfir meiri samkennd en aðrir, hversu samtaka í lífinu eru þeir og hugsa þeir jafnvel eins? Umsjón og framleiðsla: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eiríkur Ingi Böðvarðsson.

,