Jólaþáttur Popppunkts frá 2011 þar sem Baggalútur og Frostrósir keppa. Lið Frostrósa skipa Karl Olgeir Olgeirsson, Margrét Eir Hjartardóttir og Friðrik Ómar Friðriksson. Lið Baggalúts skipa Karl Sigurðsson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson. Umsjónarmenn eru dr. Gunni og Felix Bergsson. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
Heimildarmynd um Sænsku akademíuna og hneykslismál innan hennar árið 2018. Hlutverk Sænsku akademíunnar er að styrkja stöðu sænsks máls og bókmennta auk þess að útdeila Nóbelsverðlaunum í bókmenntum. Hneykslið olli því að Nóbelsverðlaunanefndin leystist upp og verðlaunin voru sett á ís í fyrsta sinn í fimm ár.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í Kilju kvöldsins verður fjallað um Óla K, glæsilega bók sem Anna Dröfn Ágústdóttir hefur tekið saman um Ólaf K. Magnússon, helsta blaðaljósmyndara Íslands á gullöld prentmiðla. Brynja Hjálmsdóttir segir frá fyrstu skáldsögu sinni sem nefnist Friðsemd. Illugi Jökulsson ræðir við okkur um Rétt áðan, það er bók eftir hann sem innheldur stuttar sögur úr daglegu lífi, mestanpart úr sundlaugum og af götum borgarinnar. Eiríkur Bergmann er í viðtali um bókina Óvæntur ferðafélagi og Sigurbjörg Þrastardóttir segir frá nýjustu ljóðabók sinni, Flaumgosum, og flytur kvæði úr bókinni. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Himintungl yfir heimsins ystu brún eftir Jón Kalman Stefánsson, Kul eftir Sunnu Dís Másdóttur og Innanríkið Alexíus eftir Braga Ólafsson.
Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins.
Einmanaleiki fer vaxandi í samfélaginu en hvers vegna. Á Torginu var rætt um þessa erfiðu tilfinningu sem við finnum öll fyrir en mismikið. Afhverju erum við einmana og hvað er til ráða. Gestir þáttarins voru:
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og höfundur bókarinnar Einmana, Guðrún Ágústsdóttir, hópstjóri hjá Sorgarmiðstöð og fyrrverandi borgarfulltrúi, Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, Halldór S. Guðmundsson, dósent í félagsráðgjöf. Katrín Mjöll Halldórsdóttir, sálfræðingur á Litlu kvíðameðferðarstöðinn og Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari í leyfi og íþróttalýsandi.
Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
Leitin að jólastjörnunni er hafin. Börn 14 ára og yngri syngja sig inn í hjörtu þjóðarinnar og keppast um að verða jólastjarnan 2023. Umsjón: Kristinn Óli Haraldsson og Katla Þórudóttir Njálsdóttir. Upptökustjórn: Þór Freysson.
Í þessum þætti syngja jólastjörnurnar Embla Bríet Einarsdóttir, Írena Rut Jónsdóttir, Jón Benedikt Hjaltason, Unnur Signý Aronsdóttir og Elijah Kristinn Tindsson.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri og Þura er glorhungruð eftir að hafa verið úti að leika. Þegar þau koma inn sjá þau að mamma hans Þorra hefur verið að skera laufabrauð.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Kötturinn Gosi fannst eftir 13 ár 2. Stekkjastaur til byggða 3. Jólaskógurinn í Guðmundarlundi.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Íbúar í Ölfusi höfnuðu í sérstakri íbúakosningu um helgina að mölunarverksmiðju Heidelberg skyldi veitt starfsleyfi. Nokkur dæmi eru frá aldamótum um að veigamikil álitamál séu lögð í dóm íbúa. Árið 2001 kusu Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurflugvallar, Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík árið 2010 og Selfyssingar samþykktu deiliskipulag að nýjum miðbæ árið 2018. Þá hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði sagt að Carbifix fái ekki starfsleyfi þar í bæ nema að undangengnum íbúakosningum. Við ræddum íbúalýðræði við þau Valdimar Víðissson, formann bæjarráðs í Hafnarfirði, og Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa í Reykjavík.
Aðventan er hálfnuð og landsmenn farnir að huga að jólatrjám. Við fórum í Heiðmörk og hittum þar skógarverði við trjáfellingar og litum á viðarvinnsluna þar sem timbur er unnið í allt frá grindarefni til bjórbruggunar
Katrín Alda Rafnsdóttir hannar skó undir merkjum Kalda, sem nokkrar af skærustu poppstjörnum samtímans hafa sést í. Hún hlaut á dögunum Indriðaverðlaun Fatahönnunarfélag Íslands. Kastljós ræddi við hana af því tilefni.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Líkt og um þetta leyti ár hvert, verður skýrt frá niðurstöðum í Verðlaunum bóksalanna – bókum sem starfsfólk í bókaverslunum telur bestar í ýmsum flokkum. Við hittum Steinar Braga og spjöllum við hann um Gólem, það er þriðja bókin í röð framtíðarsagna sem hann sendir frá sér. Bragi Páll Sigurðarsson ræðir við okkur um hina krassandi bók sína Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen og við skoðum tjörnina sem er fyrirmyndin að Tjörninni í samnefndri bók eftir Rán Flygenring, verðlaunahafa Norðurlandaráðs. Ragnheiður Gestsdóttir segir frá bók sinni sem nefnist Týndur, hún er tilnefnd til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Breiðþotur eftir Tómas Ævar Ólafsson, Friðsemd eftir Brynju Hjálmsdóttur, Ég læt sem ég sofi eftir Yrsu Sigurðaróttur og Kúk, piss og prump eftir Sævar Helga Bragason og Elías Rúna.
Þýsk spennuþáttaröð frá 2021. Líf lögreglunemans, Juliu, umturnast þegar hún verður ástfangin af hinum dularfulla Nick. Nick er ekki allur þar sem hann er séður og fyrr en varir er Julia flækt inn í atburðarás sem leiðir hana á vafasamar slóðir. Aðalhlutverk: Emma Bading, Jannik Schümann og Jeanette Hain. Leikstjórn: Isabel Prahl. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Finnsk heimildarþáttaröð frá 2022, þar sem fjallað er um lítt þekkta atburði í seinni heimsstyrjöldinni. Leikstjórar: Anna-Reeta Eksymä og Teemu Hostikka. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Kötturinn Gosi fannst eftir 13 ár 2. Stekkjastaur til byggða 3. Jólaskógurinn í Guðmundarlundi.