Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Íbúar í Ölfusi höfnuðu í sérstakri íbúakosningu um helgina að mölunarverksmiðju Heidelberg skyldi veitt starfsleyfi. Nokkur dæmi eru frá aldamótum um að veigamikil álitamál séu lögð í dóm íbúa. Árið 2001 kusu Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurflugvallar, Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík árið 2010 og Selfyssingar samþykktu deiliskipulag að nýjum miðbæ árið 2018. Þá hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði sagt að Carbifix fái ekki starfsleyfi þar í bæ nema að undangengnum íbúakosningum. Við ræddum íbúalýðræði við þau Valdimar Víðissson, formann bæjarráðs í Hafnarfirði, og Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa í Reykjavík.
Aðventan er hálfnuð og landsmenn farnir að huga að jólatrjám. Við fórum í Heiðmörk og hittum þar skógarverði við trjáfellingar og litum á viðarvinnsluna þar sem timbur er unnið í allt frá grindarefni til bjórbruggunar
Katrín Alda Rafnsdóttir hannar skó undir merkjum Kalda, sem nokkrar af skærustu poppstjörnum samtímans hafa sést í. Hún hlaut á dögunum Indriðaverðlaun Fatahönnunarfélag Íslands. Kastljós ræddi við hana af því tilefni.