Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins.
Á Íslandi hefur lengi verið tekist á um fyrirkomulag áfengissölu og neyslu áfengis. Nýlega hófst netsala áfengis á landinu og margir telja þess skammt að bíða að léttvín og bjór verði seld í matvöruverslunum. Hin hliðin á teningnum eru svo samfélagsleg áhrif áfengis, áfengisvandinn og erfiðleikar margra hópa sem umgangast þetta vímuefni. Til að ræða um þetta kom hópur fólks saman á Torginu og freistaði þess að ræða sig nær niðurstöðu.
Gestir:
Arnar Sigurðsson, vínsali
Þórdís Hulda Árnadóttir, rekstrarstjóri á Röntgen og Skreið
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu
Guðmundur Pálsson, tónlistarmaður
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur hjá SÁÁ