Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir var kjörinn formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins um helgina. Á fundinum var líka samþykkt ályktun um að stefna skuli að kosningum í vor en í millitíðinni þurfi að ráðast í aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum aðstæðum og þær þurfi að vera á félagslegum grunni en ekki á forsendum markaðsaflanna. Hvaða áhrif hefur þetta á stjórnarsamstarfið og hvaða leik sér stjórnarandstaðan sér á borði? Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, voru gestir Kastljóss.
Flest bendir til að lyfjanotkun hér á landi sé meiri en góðu hófu gegnir og í sumum tilfellum sé skaðinn sem lyfjagjöf veldur jafnvel meiri en ávinningurinn. Dr. Justin Turner er ástralskur lyfjafræðingur sem starfar í Kanada. Hann hefur aðstoðað heilbrigðisyfirvöld víða um heim við að draga úr lyfjaávísunum. Við ræddum við hann.
Ný rammíslenskur gamanleikur, Eltum veðrið, var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu um helgina. Hann fjallar um eina af
þjóðaríþróttum Íslendinguna, útileguna og stemninguna á tjaldsvæðinu.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Ólafur Ragnar Grímsson segir frá nýrri bók sinni, Þjóðin og valdið, þar sem birtast brot úr dagbókum hans frá þeim tíma þegar hann vísaði umdeildum lögum um fjölmiðla og Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður VG og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir nýr stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Pírata ræða fréttir vikunnar. Sigríður Hagalín Björnsdóttir hefur umsjón með þættinum.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í fyrsta þættinum eigast við lið Hveragerðis og Kópavogs. Í liði Hvergerðinga eru Sigurður Eyþórsson, Fjölnir Þorgeirsson og Svava Hólmfríður Þórðardóttir og lið Kópavogsbúa skipa þeir Víðir Smári Petersen, Örn Árnason og Hafsteinn Viðar Hafsteinsson.
Matreiðsluþættir með finnsku matreiðslukonunni Kiru sem töfrar fram ólíka rétti frá San Francisco.
Hvaða íslensku dægurlög hafa hljómað fyrst og fremst á Rás 2 síðustu 40 ár? Hvað einkennir síðustu fjóra áratugi í íslenskri tónlist? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í Fyrst og fremst, laufléttum þáttum sem fanga uppáhaldslögin af Rás 2 á 40 ára afmælinu. Umsjón: Kristján Freyr Halldórsson.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í júlí 1939, rétt áður en seinni heimsstyrjöldin hófst, kom Eva Braun, eiginkona Adolfs Hitlers, til Íslands með þýska skemmtiferðaskipinu Milwaukee. Í þættinum er skoðaður farþegalisti sem sagður er vera frá þessari ferð, en þar er að finna nöfn allra sem voru um borð. Við fjöllum um Íslandsferð Evu og einstakar kvikmyndir sem hún tók hér á landi.
Þáttaröð um nýsköpun, skapandi hugsun og iðngreinar. Í þáttunum fylgjumst við með nýsköpunarkeppni ungs fólks í áttunda til tíunda bekk þar sem þátttakendur fá að þróa hugmyndir sínar í flottar frumgerðir. Einnig sjáum við hvernig raftónlistarmaðurinn Daði Freyr býr til nýtt hljóðfæri með aðstoð Fab Lab á Íslandi og skoðum hvernig iðngreinar hafa áhrif á nýsköpun. Þættirnir eru í umsjón Daða Freyr Péturssonar og Berglindar Öldu Ástþórsdóttur. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Róbert og hvolparnir mæta nýjum áskorunum og sanna enn og aftur að ekkert verkefni er of stórt fyrir litla hvolpa.
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Sérstakur Krakkafréttaþáttur um stríðið á Gaza og í Líbanon. Ár er liðið frá því stríð hófst á Gaza 7. október 2023.
Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins.
Á Íslandi hefur lengi verið tekist á um fyrirkomulag áfengissölu og neyslu áfengis. Nýlega hófst netsala áfengis á landinu og margir telja þess skammt að bíða að léttvín og bjór verði seld í matvöruverslunum. Hin hliðin á teningnum eru svo samfélagsleg áhrif áfengis, áfengisvandinn og erfiðleikar margra hópa sem umgangast þetta vímuefni. Til að ræða um þetta kom hópur fólks saman á Torginu og freistaði þess að ræða sig nær niðurstöðu.
Gestir:
Arnar Sigurðsson, vínsali
Þórdís Hulda Árnadóttir, rekstrarstjóri á Röntgen og Skreið
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu
Guðmundur Pálsson, tónlistarmaður
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur hjá SÁÁ
Sænskir leiknir heimildarþættir frá 2023. Farið er yfir sögu Svíþjóðar frá ísöld til dagsins í dag. Yfir 300 sérfræðingar komu að gerð þessarar tíu hluta þáttaraðar þar sem sögulegir viðburðir eru endurskapaðir. Sögumaður: Simon J. Berger. Leikstjórar: Niklas Fröberg og Niklas Vidinghoff.
Önnur þáttaröð þessara bresku spennuþátta. Lana Washington er sprengjusérfræðingur hjá lögreglunni í Lundúnum. Hún hættir lífi sínu nánast daglega og þarf sífellt að vera viðbúin nýjum og breytilegum ógnum. Aðalhlutverk: Vicky McClure, Eric Shango og Nabil Elouahabi. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Þriðja þáttaröð um norsku athafnamennina. Vinirnir fjórir eru auðugir, keyra um á flottum bílum, eiga glæsileg heimili og fallegar fjölskyldur. Þeir eiga þó sínar myrku hliðar og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínu meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norskum fjármálaheimi. Aðalhlutverk: Simon J. Berger, Agnes Kittelsen, Pål Sverre Hagen, Tobias Santelmann og Jon Øigarden. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Athugið að þátturinn inniheldur sláandi senur.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Sérstakur Krakkafréttaþáttur um stríðið á Gaza og í Líbanon. Ár er liðið frá því stríð hófst á Gaza 7. október 2023.