Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ellefta þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Sænskir þættir þar sem litið er heim til þekktra arkitekta í Svíþjóð. Við fáum að sjá einstök og áhugaverð heimili þeirra og hvað þeim finnst gera hús að góðu heimili.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Enn hverfur Kiljan norður í Húnavatnssýslu á slóðir frægasta morðmáls Íslandssögunnar. Viðmælandinn er Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum en Þrístapar, þar sem aftaka Agnesar og Friðriks fór fram, er einmitt í landi Sveinsstaða. Magnús hefur margvísleg tengsl við þessa örlagasögu og hefur nú ritað um hana bókina Öxin, Agnes og Friðrik. Dagur Hjartarsson segir frá nýrri skáldsögu sinni sem nefnist Sporðdrekar. Birgitta Björg Guðmarsdóttir er mjög efnilegur ungur höfundur og ræðir við okkur um bók sína Moldin heit. Þórdís Gísladóttir segir frá nýjustu ljóðabók sinni sem heitir Aðlögun og flytur bráðskemmtilegt kvæði úr henni. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason, Móðurást - Draumþing eftir Kristínu Ómarsdóttur og Límonaði frá Díafani eftir Elísabetu Jökulsdóttur.
Þáttaröð í sex hlutum þar sem fjallað er um sameiginlegar minningar íslensku þjóðarinnar á léttan og nýstárlegan hátt. Umsjónarmennirnir Margrét Blöndal og Felix Bergsson leggjast í fullkomlega óvísindalega mannfræðirannsókn til að reyna að skilja íslensku þjóðina betur á hundrað ára afmæli fullveldisins. Meðal þess sem þau skoða eru dellurnar sem þjóðin hefur gengið með í gegnum tíðina, nekt á Íslandi, og svo verða séríslensku sunnudagarnir sérstaklega kannaðirr. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Á níunda áratugnum var sungið um mikilvægi þess að vera með á nótunum og íslenska þjóðin söng með enda voru engir fljótari að tileinka sér eitthvað sniðugt utan úr heimi. Um þetta verður fjallað í fimmta þætti af Veröld sem var. Símboðar, snjallsímar, telefax og tölvur. Allt var komið í hendur landans á methraða. Svo voru það bankarnir. Víxlar, sparimerki, hraðbankar og kreditkort. Að lokum var allt keyrt í kaf en við höldum nú samt áfram að vera með á nótunum.
Sögumaðurinn og rithöfundurinn Einar Kárason fer á sögufræga staði og segir frá fólki og atburðum sem þar urðu. Frásagnarlistin er í fyrirrúmi, vettvangur atburðanna í bakgrunni. Einar segir frá kvenskörungum á söguöld, sagnariturum, höfðingjum, biskupum og baráttunni um Ísland. Dagskrárgerð: Björn B. Björnsson.
Einar Kárason segir frá Snorra Sturlusyni. Rætt er við Guðrúnu Harðardóttur sérfræðing á Þjóðminjasafni Íslands. Í þættinum er sýnt frá Reykholti og Reykholtsdal, á Hólum og í Reykjavík.
Ebba Guðný sýnir áhorfendum hversu auðvelt það getur verið að elda hollan og næringarríkan mat úr góðu hráefni. Matreiðsluþáttur fyrir alla fjölskylduna með skemmtilegu fræðsluívafi. Dagskrárgerð: Sævar Sigurðsson. Framleiðandi: Anna Vigdís Gísladóttir fyrir Saga Film.
Í þessum þætti útbýr Ebba Guðný avókadó súkkulaðibúning, grænmetis-byggsúpu, gulrótasalat með rúsínum, kínóagraut með ávöxtum kínóasalat og heilkorna pasta.
Þættir um börn og ungmenni sem eiga annað móðurmál en íslensku og hafa hlotið Íslenskuverðlaun unga fólksins. Dagskrárgerð og umsjón: Hafsteinn Vilhelmsson.
Anya fæddist á Íslandi árið 2009. Hún ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur hjá foreldrum sínum og yngri bróður. Hún lærði hindí og íslensku á sama tíma og því er óhætt að segja að hún eigi þau bæði að móðurmáli. Anya segir að það sé mikilvægt að læra íslensku. Hún segir okkur líka frá alþjóðadeildinni í Landakotsskóla og stærðfræðivalinu.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.
Gamansamir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það, enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er að þrífa húsið þegar ryksugunni er stolið. Hann verður að ná henni aftur áður en allt fer á hvolf!
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Vikinglottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Viðtalsþættir þar sem rætt er við forystufólk flokka í framboði til alþingiskosninga.
Dagskrárliður er textaður með sjálfvirkri textun í beinni útsendingu.
Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, situr fyrir svörum um störf sín og stefnumál.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Guðrún Eva Mínervudóttir er meðal gesta í Kilju vikunnar. Hún segir frá bók sinni Í skugga trjánna en þar er meðal annars fjallað um tvö hjónabönd og tvo skilnaði - má flokka bókina sem skáldævisögu. Tómas Ævar Ólafsson ræðir fyrstu skáldsögu sína sem nefnist Breiðþotur og hefur þegar vakið nokkra athygli. Þetta er saga um heim á hverfanda hveli í kjölfar mikils gagnaleka. Gengið til friðar er bók sem segir frá baráttunni gegn veru Bandaríkjahers á Íslandi - frá sjónarhóli herstöðvaandstæðinga. Þetta er fróðleg bók með með ríkulegu myndefni úr sögu þessarar baráttu. Árni Hjartarson, ritstjóri bókarinnar, kemur í þáttinn. Magnús Lyngdal Magnússon segir frá bókinni Klassískri tónlist og gefur okkur smá innsýn í stórt hljóðritasafn sitt. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Ferðalok eftir Arnald Indriðason, Speglahúsið eftir Benný Sif Ísleifsdóttur og Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen eftir Braga Pál Sigurðarson.
Sænski grínistinn Keyyo og þríburarnir sjá tækifæri í litlum rýmum og breyta þeim í snjöll og notaleg heimili.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem ljósmyndir eru notaðar til að fara yfir lífshlaup þekktra einstaklinga.
Heimsmeistaramót í kraftlyftingum í opnum flokki með útbúnaði og Special Olympics flokki í Reykjanesbæ. 242 keppendur taka þátt í mótinu og þar af 13 íslenskir keppendur.
Oddvitar allra flokka mætast til að ræða málefnin sem brenna á kjósendum í kjördæminu.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.