Kvikmyndatónskáldið Hans Zimmer
Hans Zimmer - Hollywood Rebel
Heimildarmynd frá BBC um þýska kvikmyndatónskáldið Hans Zimmer þar sem farið er yfir 40 ára feril tónskáldsins og rætt við helstu samstarfsaðila hans. Zimmer hefur meðal annars hlotið Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndunum Konungur ljónanna og Dune.