Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Íslendingar eru sólgnir í ódýrar vörur frá kínverskum netverslunum og á síðasta ári verslaði þjóðin fyrir nokkra milljarða á síðum á borð við Temu, Shien og Aliexpress. Tilboðin á þessum vefsíðum eru mörg hver allt of góð til að vera sönn og sú er líka raunin - vörurnar geta bæði verið hættulegar og standast ekki kröfur sem gerðar eru innan Evrópusambandsins. Gestir Kastljóss eru Valdimar Sigurðsson prófessor í viðskiptafræði og neytendasálfræði við Háskólann í Reykjavík og Benedikt S. Benediktsson framkvæmdastjóra verslunar og þjónustu.
Hugmyndir Donalds Trumps um að kaupa Grænland eru fráleitar, en styrkja kröfur Grænlendinga um aukið sjálfræði frá Dönum. Þetta segir Inga Dóra Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk. Rætt er við Ingu Dóru í lok þáttarins.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Reykjavíkur og Garðabæjar. Fyrir hönd Reykjavíkur keppa Katrín Jakobsdóttir þingmaður (V), Silja Aðalsteinsdóttir ritsjóri og Oddur Ástráðsson dagskrárgerðarmaður á Stöð 2. Fyrir hönd Garðabæjar keppa Aðalheiður Guðmundsdóttir íslenskufræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson og Una Torfadóttir yfirheyra íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Við skellum okkur vestur á firði og komumst að því hvað er eiginlega í vatninu þarna undir hrikalegum fjöllunum í lygnum fjörðum. Systkinin frá Súgandafirði taka lagið með Súðavíkurdrottningunni Siggu Beinteins.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Heimildarmynd frá BBC um þýska kvikmyndatónskáldið Hans Zimmer þar sem farið er yfir 40 ára feril tónskáldsins og rætt við helstu samstarfsaðila hans. Zimmer hefur meðal annars hlotið Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndunum Konungur ljónanna og Dune.
Önnur þáttaröð þessara dönsku gamanþátta. Lífið í sinfóníuhljómsveit hjá stórri danskri menningarstofnun er ekki alltaf dans á rósum. Hljómsveitarstjórinn Jeppe forðast ágreining eins og heitan eldinn, en það reynist oft erfitt þar sem sérvitri og ósveigjanlegi klarinettuleikarinn Bo lendir sífellt í árekstrum við stjórnendur og annað tónlistarfólk. Aðalhlutverk: Frederik Cilius Jørgensen, Rasmus Bruun og Neel Rønholt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Danskir spennuþættir um hóp rannsóknarblaðamanna sem starfar við margverðlaunaðan og farsælan fréttaskýringaþátt í sjónvarpi. Það er orðið heldur langt síðan þátturinn hefur opinberað stórt mál og nú ógnar breytt fjölmiðlalandslag tilvist hans. En þegar ristjóranum Liv berst nafnlaus ábending fara hjólin að snúast og fyrr en varir flækjast hún og teymið hennar inn í efstu lög danskra stjórnvalda. Aðalhlutverk: Mille Dinesen, Søren Malling, Lila Nobel og Afshin Firouzi. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þýskir dramaþættir frá 2022. Christine er dansari í Friedrichstadt-Palast-leikhúsinu í Austur-Berlín árið 1988. Þegar hún kemst óvænt að því að hún á tvíburasystur frá Vestur-Þýskalandi vakna ýmsar spurningar. Í von um að komast að uppruna sínum ákveða þær að skiptast á hlutverkum. Aðalhlutverk: Luise Befort, Svenja Jung og Anja Kling.