Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Íslendingar eru sólgnir í ódýrar vörur frá kínverskum netverslunum og á síðasta ári verslaði þjóðin fyrir nokkra milljarða á síðum á borð við Temu, Shien og Aliexpress. Tilboðin á þessum vefsíðum eru mörg hver allt of góð til að vera sönn og sú er líka raunin - vörurnar geta bæði verið hættulegar og standast ekki kröfur sem gerðar eru innan Evrópusambandsins. Gestir Kastljóss eru Valdimar Sigurðsson prófessor í viðskiptafræði og neytendasálfræði við Háskólann í Reykjavík og Benedikt S. Benediktsson framkvæmdastjóra verslunar og þjónustu.
Hugmyndir Donalds Trumps um að kaupa Grænland eru fráleitar, en styrkja kröfur Grænlendinga um aukið sjálfræði frá Dönum. Þetta segir Inga Dóra Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk. Rætt er við Ingu Dóru í lok þáttarins.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 24 mín.
Dagskrárliður er textaður.