Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um ævi og störf Louis Le Prince, fransks uppfinningamanns sem starfaði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Le Prince var brautryðjandi á sviði kvikmyndaupptökutækni, en hvarf á dularfullan hátt áður en hann gat kynnt heimsbyggðinni afrakstur vinnu sinnar.
Í þættinum er farið á starfsdag á aðventu í Laufási við Eyjafjörð þar sem þefað er af stemmningunni þegar rifjuð eru upp ýmis verk sem unnin voru fyrir jólin í gamla bændasamfélaginu.
Ingibjörg Bjarnadóttir í Gnúpufelli í Eyjafjarðarsveit segir frá gamla torfbænum sem hún ólst upp í vestur í Lambadal í Dýrafirði, undirbúningi jóla þar og fleiru. Hún fer líka með stemmur sem hún lærði af móður sinni áður en hún varð tíu ára. Þór Sigurðsson fer með stemmur og við heyrum í fólki sem er við störf í gamla bænum í Laufási og líka jólasögu sem séra Pétur Þórarinsson flytur á helgistund í kirkjunni.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
(Áður á dagskrá 1. janúar 2007)
Veðurstofa Íslands.
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
Hér er einkum sagt frá Íslendingum sem komu til náms í Kaupmannahöfn, einkennilegum siðum sem tíðkuðust í félagsskap þeirra og viðbrögðum, þegar til stóð að halda svokallaða nýlendusýningu í Kaupmannahöfn 1905.
Rætt er við Margréti Jónasdóttur og Þórdísi Gísladóttur.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna voru þær Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata. Þæru ræddu um stöðuna í íslenskum stjórnmálum, atburði liðins árs og framtíðarhorfur.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Davíð Berndsen
Útvarpsfréttir.
Einkaleyfissala og samkeppni fer ekki saman, segir aðstoðarforstjóri ÁTVR. Netverslanir séu helsta ástæða þess að sala á áfengi hjá ÁTVR dróst saman um rúm fjögur prósent í fyrra.
Enn er talin hætt á flóðum við Hvítá í Árnessýslu vegna ísstíflu sem hefur byggst upp í ánni. Litlar breytingar hafa orðið á vatnshæð sem er sú mesta frá því mælingar hófust.
Staðsetningarbúnaður fannst í fatnaði ellefu barna í Svíþjóð sem talið er að hafið verið haldið í einangrun frá samfélaginu um árabil. Réttarhöld yfir foreldrum barnanna hófust í Gautaborg í gær.
Eitt og hálft ár er síðan nýr forstöðumaður tók við íbúakjarna fyrir fatlaða í Reykjavík. Fyrrum forstöðumaður fer þó enn með fjármuni íbúanna og losnar ekki við prókúruna. Velferðarsvið borgarinnar segist ekkert geta gert.
Kostnaður við húshitun getur verið rúmlega þrefalt hærri á Grenivík en víða á Suðurlandi. Samkvæmt samanburði Byggðastofnunar var raforkugjald í þéttbýli í fyrra hæst hjá Orkubúi Vestfjarða.
Formaður landstjórnar Grænlands ýjaði að sjálfstæði landsins í nýársávarpi sínu. Þetta segir formaður nefndar sem skilaði af sér tillögu að stjórnarskrá Grænlands fyrir tveimur árum.
Elsta kona heims er látin 116 ára. Hún var japönsk. Þar er mikið langlífi en hátt í hundrað þúsund Japanar eru eldri en hundrað ára.
Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2025 ár skammtafræðinnar.
„Leggðu þig á láðið, hvar lækjarbunur hvína. Farðu svo að þenkja þar um þig og sköpunina," orti skáldið Sigurður Breiðfjörð á fyrri hluta 19. aldar. Við veljum okkur vænan íslenskan lautarbarm, látum okkur falla í dúnmjúkan mosann og hlýðum á streymi vatnsins allt um kring. Hefjum þar að þenkja um það smæsta, og í senn það stærsta; eindir jarðar, minnstu einingar alls og einskis samkvæmt skammtafræðinni. Í þessari þáttaröð horfum við á jörðu og himinsfar, hafsins firna díki, „Gættu að rétt, hver þú ert þar í þessu stóra ríki," eins og Sigurður Breiðfjörð orðaði það. Í þessum þáttum, frá 2023, kynnum við okkur heim skammtafræðinnar, og brjótum heilann um tímann, svarthol, grátt efni, hvítt efni og raunar allra handa efni.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.
„Leggðu þig á láðið, hvar lækjarbunur hvína. Farðu svo að þenkja þar um þig og sköpunina," orti skáldið Sigurður Breiðfjörð á fyrri hluta 19. aldar. Við veljum okkur vænan íslenskan lautarbarm, látum okkur falla í dúnmjúkan mosann og hlýðum á streymi vatnsins allt um kring. Hefjum þar að þenkja um það smæsta, og í senn það stærsta; eindir jarðar, minnstu einingar alls og einskis samkvæmt skammtafræðinni. Í þessari þáttaröð horfum við á jörðu og himinsfar, hafsins firna díki, „Gættu að rétt, hver þú ert þar í þessu stóra ríki," eins og Sigurður Breiðfjörð orðaði það. Við kynnum okkur heim skammtafræðinnar, í því ljósi brjótum við heilann um tímann, svarthol, grátt efni, hvítt efni og raunar allra handa efni.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Ef lýsa ætti tónlistaferli Hafdísar Bjarnadóttur í stuttu máli er einfaldast að segja að hann sé út um allt, enda segist hún hafa fengið skammir fyrir það hvað hún fæst við margar gerðir tónlistar. Umsjón: Árni Matthíasson.
Lagalisti:
Kuran Kompaní - Milli svefns og vöku
Nú - Vafasamt
Nú - Festa
Óútgefið - Þórdísarhyrna 1. - 12. umferð
Já - Tunglsjúkar nætur
A Northern Year - A Northern Year (January-June)
Lighthouse - Barðastrandarsandur
Lighthouse - Haukadalur
III - Hyrnan IV
Tónlist úr ýmsum áttum
Sumarfríið er alveg að byrja og sumarhátíð skólans á næsta leiti. Vinirnir Úlla og Mási spá ekki mikið í það, þau hafa mikilvægari hnöppum að hneppa. Þau ætla að sinna mikilvægu og háleynilegu verkefni sem amma Úllu hefur lagt fyrir þau. Nærbuxurnar í Hamraborg er framhaldsleikrit í fimm hlutum fyrir börn eftir Viktoríu Blöndal.
Persónur og leikendur:
Úlla: Kría Valgerður Vignisdóttir
Mási: Róbert Ómar Þorsteinsson
Magnea: Guðný Þórarinsdóttir
Sæbjörn: Kári Páll Thorlacius
Teitur: Baldur Davíðsson
Unglingur: Ragnar Eldur Jörundsson
Amma: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Skarphéðinn: Hákon Jóhannesson
Vaka Líf : Álfrún Örnólfsdóttir
Afi: Þröstur Leó Gunnarsson
Forsetinn: Hjörtur Jóhann Jónsson
Olga: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir
Diddý: Maríanna Clara Lúthersdóttir
Aron: Ágúst Örn Wigum
Fréttamaður: Starkaður Pétursson
Tónlist: Úlfur Úlfur
Hljóðvinnsla: Hrafnkell Sigurðsson
Leikstjóri: Viktoría Blöndal
Þessi síðasti þáttur hefst í miðjum eltingaleik og allt í einu eru allir á leiðinni á Ægissíðu, meira að segja amman sem fer aldrei út úr húsi. Flækjan virðist óleysanleg.
Leikna sjónvarpsþáttaröðin um Vigdísi Finnbogadóttur hefur verið í þróun í yfir tíu ár enda vandasamt verk að koma uppvexti og mótunaröflum fyrsta þjóðkjörna kvenforseta heims í handritaform. Hvaða áskoranir fylgja því að túlka Vigdísi Finnbogadóttur, konuna sem braut blað í heimssögunni, og hvernig er hægt að endurskapa veröldina sem blasti við íslensku þjóðinni á fimmta til áttunda áratug síðustu aldar?
Í þessum þáttum fáum við innsýn í handrita- og framleiðsluferli þáttanna. Leikstjórar, leikarar, leikmynda- og búningahönnuðir eru meðal þeirra sem sitja fyrir svörum og segja okkur sögurnar bakvið tjöldin.
Umsjón: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Leikmyndahönnuðurinn Heimir Sverrisson hafði veg og vanda af því að búa til veröldina sem birtist okkur í leiknu sjónvarpsþáttaröðinni Vigdís. Í þessum þætti segir hann okkur frá því hvernig hann endurskapaði fimmta til áttunda áratug síðustu aldar. Við ræðum líka við Björn Hlyn Haraldsson, annan leikstjóra þáttanna, og leikkonuna Elínu Hall sem leikur Vigdísi unga að árum.
Japanski aðgerðahópurinn Nihon Hidankyo hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2024. Hópurinn berst gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna og vekur athygli á viðkvæmri stöðu þeirra sem hafa mátt þola leiðar afleiðingar kjarnorku, hvort sem er í friðsælum tilgangi eða hernaðarlegum. Fjallað er um hópinn, sögu hans og áhrif.
Umsjón: Oddur Þórðarson.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um ævi og störf Louis Le Prince, fransks uppfinningamanns sem starfaði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Le Prince var brautryðjandi á sviði kvikmyndaupptökutækni, en hvarf á dularfullan hátt áður en hann gat kynnt heimsbyggðinni afrakstur vinnu sinnar.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Jónatan Garðarsson valdi.
Eddie Cleanhead Vinson og félagar hans leika lögin Tenderly, Taxi Driver Blues, When My Baby Left Me, Old Maid Blues, Corn Fed, The Clean Machine og Non Alcoholic. John Coltrane og Cannonball Adderly leika lögin You're A Weaver Of Dreams, Limehous Blues, Stars Fell On Alabama, Wabash, The Sleeper og Grand Central. Mulgrew Miller tríóið flytur lögin Summer Me Winter Me, Another Type Thang, When I Get There, Small Portion, Somewhere Else, Words og Carousel.
eftir Ingunni Þórðardóttur. Margrét Helga Jóhannsdóttir les.
(Áður á dagskrá 1981)
Fjallað er um skáldið og hestamanninn Sigurð Jónsson frá Brún (1898-1970). Sigurður frá Brún var kunnur maður á sinni tíð. Hann var fæddur á Brún í Svartárdal í Húnavatnssýslu og kenndi sig jafnan við þann bæ. Sigurður var gott skáld og mjög persónulegur. Einkum var hann kunnur hestamaður, fór víða með hross um byggðir og óbyggðir landsins. Gaf hann út tvær bækur um hesta og dregur þátturinn nafn af fyrri bókinni. Tvær kvæðabækur gaf Siguður út sem heita Sandfok og Rætur og mura. Hann var lengi farkennari, kenndi börnum víða um land og er brugðið upp mynd af kennaranum Sigurði í þættinum. Síðustu árin var hann næturvörður í Reykjavík. Í þættinum verða lesin nokkur ljóð eftir Sigurð frá Brún og loks snjallt kvæði sem Guðmundur Böðvarsson orti að honum látnum. Umsjónarmaður er Gunnar Stefánsson.
(Áður á dagskrá 2011)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Norrænar söngkonur ráða ríkjum í þætti dagsins: Nora Brockstedt frá Noregi, Finnlands-Svíiinn Lill Lindfors og hin íslenska Elly Vilhjálms. Nora syngur lög frá sjötta áratugnum, m.a. norska texta við sigurlag Frakka í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva 1958 og Haustlaufin hans Jósefs Kosma. Lill Lindfors var drottning bossa nova bylgjunnar í Svíþjóð og söng þá m.a. Óskarsverðlaunalag ársins 1965, The shadow of your smile með sænskum texta. Elly syngur lög af plötunni sem að margra mati er hennar langbesta, Lög úr söngleikjum og kvikmyndum, sem var hljóðrituð á einum degi í London sumarið 1966 með hljómsveit Vic Ash. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna voru þær Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata. Þæru ræddu um stöðuna í íslenskum stjórnmálum, atburði liðins árs og framtíðarhorfur.
Umsjón: Alma Ómarsdóttir
Tæknimaður: Davíð Berndsen
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
gestur Felix í fyrsta þætti ársins var Ólöf Ingólfsdóttir dansari og markþjálfi sem talaði um fimm menntastofnanir sem breyttu lífi hennar. Leikurinn barst frá Myndlista og handíðaskólanum yfir í dansskóla í Hollandi og markþjálfanám á Íslandi með ýmsum útúrdúrum
Gísli Marteinn Baldursson leiðir hlustendur inn í laugardaginn, tekur stöðuna á fólki og fréttum, spilar góða tónlist og fær til sín vel valda gesti.
Gísli Marteinn fékk Guðjón Friðriksson sagnfræðing til sín spjall dagsins.
Lagalistinn:
10:00
EDDA HEIÐRÚN BACHMANN - Önnur Sjónarmið.
STUÐMENN - Staldraðu Við.
GDRN - Áður en dagur rís (ft. Birnir).
BAGGALÚTUR - Vigdís Finnbogadóttir.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON & RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR - Ég gef þér allt mitt líf.
START - Seinna Meir.
ÞURSAFLOKKURINN - Brúðkaupsvísur.
Eggert Þorleifsson - Harmsöngur Tarzans.
Bubbi Morthens - Strákarnir á Borginni.
11:00
Hljómsveit Ingimars Eydal og Helena Eyjólfsdóttir - Hoppsa bomm (Á skíðum skemmti ég mér).
Jóhann Helgason - Hagavagninn.
Ragnar Bjarnason - Síðasti vagninn í Sogamýri.
Hrekkjusvín - Gagn og gaman.
LAURA BRANIGAN - Gloria.
12:00
Unnsteinn Manuel - Lúser.
Celebs - Kannski hann.
Berndsen - Supertime.
Útvarpsfréttir.
Einkaleyfissala og samkeppni fer ekki saman, segir aðstoðarforstjóri ÁTVR. Netverslanir séu helsta ástæða þess að sala á áfengi hjá ÁTVR dróst saman um rúm fjögur prósent í fyrra.
Enn er talin hætt á flóðum við Hvítá í Árnessýslu vegna ísstíflu sem hefur byggst upp í ánni. Litlar breytingar hafa orðið á vatnshæð sem er sú mesta frá því mælingar hófust.
Staðsetningarbúnaður fannst í fatnaði ellefu barna í Svíþjóð sem talið er að hafið verið haldið í einangrun frá samfélaginu um árabil. Réttarhöld yfir foreldrum barnanna hófust í Gautaborg í gær.
Eitt og hálft ár er síðan nýr forstöðumaður tók við íbúakjarna fyrir fatlaða í Reykjavík. Fyrrum forstöðumaður fer þó enn með fjármuni íbúanna og losnar ekki við prókúruna. Velferðarsvið borgarinnar segist ekkert geta gert.
Kostnaður við húshitun getur verið rúmlega þrefalt hærri á Grenivík en víða á Suðurlandi. Samkvæmt samanburði Byggðastofnunar var raforkugjald í þéttbýli í fyrra hæst hjá Orkubúi Vestfjarða.
Formaður landstjórnar Grænlands ýjaði að sjálfstæði landsins í nýársávarpi sínu. Þetta segir formaður nefndar sem skilaði af sér tillögu að stjórnarskrá Grænlands fyrir tveimur árum.
Elsta kona heims er látin 116 ára. Hún var japönsk. Þar er mikið langlífi en hátt í hundrað þúsund Japanar eru eldri en hundrað ára.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.
Kristján Freyr tekur við stýrinu að loknum hádegisfréttum á Rás 2 næstu laugardaga með Helgarútgáfuna. Þar er skrunað yfir allt það helsta og þó einkum og sér í lagi það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og auðvitað spilar taktviss tónlistin stærstu rulluna. Í þessum fyrsta þætti leit við plötusnúðurinn Óli Dóri sem heldur úti hinum fræðandi tónlistarþætti, Straumi, á annarri útvarpsstöð og saman spjölluðu þeir um tónlistarárið 2024.
Hér má sjá lagalista þáttarins:
Frá 12:40
Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur.
HJÁLMAR og MR. SILLA - Er hann birtist.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Sóley.
TALKING HEADS - Once In A Lifetime.
R.E.M. - Near wild heaven.
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
OASIS - Stand By Me.
BEYONCÉ - CUFF IT.
FUTUREGRAPHER - Anna Maggý.
DAVID BOWIE - Starman.
AL GREEN - Let's stay together.
MARK RONSON feat. AMY WINEHOUSE - Valerie.
THE THE - Slow emotion replay.
Myrkvi - Glerbrot.
The Knife - Heartbeats.
Frá kl. 14:00:
HIPSUMHAPS - Góðir hlutir gerast hææægt.
PIXIES - Where Is My Mind?.
Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Amor Vincit Omnia - 100.000 km/klst.
Spacestation - Í draumalandinu.
LENNY KRAVITZ - California.
FM Belfast - Vertigo.
Iðunn Einarsdóttir - Sameinast.
Frá kl. 15:00:
Daniil, Frumburður - Bráðna.
Curtis Mayfield - Move on Up.
U2 - Angel Of Harlem.
Bubbi Morthens - Augun Mín.
Elastica - Connection.
SYKUR - Svefneyjar.
MUSE - Starlight.
JET BLACK JOE - Starlight.
Embassylights - 2080's song
Royel Otis - Murder on the Dancefloor (triple j Like A Version).
GLASS ANIMALS - Heat Waves.
THE CLASH - Spanish Bombs.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
Cage the Elephant - Neon Pill.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fréttastofa RÚV.
Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.