Af gömlum merg

Frumflutt

4. jan. 2025

Aðgengilegt til

4. jan. 2026
Af gömlum merg

Af gömlum merg

Í þættinum er farið á starfsdag á aðventu í Laufási við Eyjafjörð þar sem þefað er af stemmningunni þegar rifjuð eru upp ýmis verk sem unnin voru fyrir jólin í gamla bændasamfélaginu.

Ingibjörg Bjarnadóttir í Gnúpufelli í Eyjafjarðarsveit segir frá gamla torfbænum sem hún ólst upp í vestur í Lambadal í Dýrafirði, undirbúningi jóla þar og fleiru. Hún fer líka með stemmur sem hún lærði af móður sinni áður en hún varð tíu ára. Þór Sigurðsson fer með stemmur og við heyrum í fólki sem er við störf í gamla bænum í Laufási og líka jólasögu sem séra Pétur Þórarinsson flytur á helgistund í kirkjunni.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

(Áður á dagskrá 1. janúar 2007)

,