Tímakorn

Sjötti þáttur

þessu sinni talar Ragnheiður Gyða Jónsdóttir við Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur um brennisteinsvinnslu á Íslandi fyrr á öldum, aðallega þó í tíð Innréttinganna en grein hennar um þetta efni er finna á vef Félags um átjándu aldar fræði, Vefni. Greinina byggir Jóhanna á ritgerð sem hún skrifaði á námskeiði um hugarfar og handiðnað í íslenska 17. og 18. aldarsamfélaginu við sagnfræðiskor HÍ.

Ragnheiður Gyða les stutt brot úr sögum biskupanna Árna (Þorlákssonar) og Lárentínusar og úr skrifum Hannesar Finnssonar um brennisteinsnám og kaupverslun á Íslandi í tíð Friðriks annars Danakonungs, en hana er finna í riti Hins íslenska lærdómslistafélags, 4. árg. 1783.

Frumflutt

11. ágúst 2024

Aðgengilegt til

17. ágúst 2025
Tímakorn

Tímakorn

Ragnheiður Gyða Jónsdóttir veltir fyrir sér sögu manns og menningar og ræðir við fræðafólk um sitthvað forvitnilegt.

(Áður á dagskrá 2007)

Þættir

,