Svipmynd

Svipmynd af listamanni / Ásta Fanney Sigurðardóttir

Ásta Fanney Sigurðardóttir er ljóðskáld, myndlistarmaður, kvikmyndargerðarmaður og tónlistarmaður sem uppalin er í grafarvogi og fékk snemma á lífsleiðinni kassettutæki í afmælisgjöf. Upptökutæki sem hún notaði til taka upp sögur og ljóð. Ásta Fanney stundaði nám við Menntaskólan í Reykjavík en þar gaf hún út sín fyrstu ljóð í skólablaði og kynntist heimi myndlistarinnar í áfanga sem hún fékk 10 í. En eftir menntaskólann hélt hún svo í nám í myndlist við Listaháskóla Íslands.

Fyrsta ljóðabók Ástu Fanneyjar, Herra Hjúkket, kom út í seríu Meðgönguljóða 2012. Þar á eftir fylgdi bókverkið Kaos Lexicon 2017. Árið 2019 kom ljóðabókin Eilífðarnón út og vakti hún athygli hér á landi og víðar, þar á eftir fylgdu Gluggi-draumskrá og Sería forma báðar árið 2021 og Hyena Called Yesterday árið 2023. Ásta Fanney hefur samið tónlist fyrir kvikmyndirnar Hux og Apausalypse sem og framleitt kvikmyndina Munnhola sem er safn gjörninga þar sem hljóð, ljóð, hljóðaljóð, tónar, stafir, orð og orðlausar senur mynda saman súrrealískan draumheim skynjunar.

Ásta Fanney var handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2017 og var tilnefnd til Bernard Heidsieck-verðlaunanna í Pompidou árið 2021.

Frumflutt

24. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svipmynd

Svipmynd

Listamenn koma með tónlist í farteskinu og rifja upp sögur úr lífi sínu, segja frá verkum, áhrifavöldum og andagift. Dregin er upp svipmynd vikulega í menningarþættinum Víðsjá á Rás1.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,