ok

Svipmynd

Svipmynd af leikmyndahönnuði / Ilmur Stefánsdóttir

Ilmur Stefánsdóttir er leikmyndahönnuður og myndlistarmaður. Hún ólst upp á frjóu og skapandi heimili og kviknaði áhugi hennar á listum snemma. Fyrir henni lá það nokkuð beint við að nema myndlist og hóf hún námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands snemma á 10 áratug síðust aldar og lauk svo meistaranámi í myndlist frá Goldsmiths College í London árið 2000.

Ilmur hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og lagði stund á gjörningalist hérlendis og erlendis. Í list sinni skoðar hún hið óvænta, til dæmis með því að útbúa hljóðfæri úr straubretti eða ryksuga á sér eyrað. Hún er hluti af sviðslistahópnum Common Nonsense sem unnið hefur töluvert með stökkbreytta hluti og hegðun fólks. Hún segir leikhúsið nefnilega snúast um fólk.

Eftir að hafa leiðst út á vettvang leikhússins hefur Ilmur hannað leikmyndir og búninga fyrir fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og víðar. Hún er hluti af listrænu teymi Þjóðleikhússins og hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir myndlist og störf í leikhúsi, meðal annars Grímuverðlaunin fyrir Ríkharð III, Bláa hnöttinn, Njálu, Dúkkuheimili og Hreinsun.

Frumflutt

10. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svipmynd

Svipmynd

Listamenn koma með tónlist í farteskinu og rifja upp sögur úr lífi sínu, segja frá verkum, áhrifavöldum og andagift. Dregin er upp svipmynd vikulega í menningarþættinum Víðsjá á Rás1.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,