Svipmynd

Svipmynd af leikmyndahönnuði / Ilmur Stefánsdóttir

Ilmur Stefánsdóttir er leikmyndahönnuður og myndlistarmaður. Hún ólst upp á frjóu og skapandi heimili og kviknaði áhugi hennar á listum snemma. Fyrir henni það nokkuð beint við nema myndlist og hóf hún námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands snemma á 10 áratug síðust aldar og lauk svo meistaranámi í myndlist frá Goldsmiths College í London árið 2000.

Ilmur hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og lagði stund á gjörningalist hérlendis og erlendis. Í list sinni skoðar hún hið óvænta, til dæmis með því útbúa hljóðfæri úr straubretti eða ryksuga á sér eyrað. Hún er hluti af sviðslistahópnum Common Nonsense sem unnið hefur töluvert með stökkbreytta hluti og hegðun fólks. Hún segir leikhúsið nefnilega snúast um fólk.

Eftir hafa leiðst út á vettvang leikhússins hefur Ilmur hannað leikmyndir og búninga fyrir fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og víðar. Hún er hluti af listrænu teymi Þjóðleikhússins og hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir myndlist og störf í leikhúsi, meðal annars Grímuverðlaunin fyrir Ríkharð III, Bláa hnöttinn, Njálu, Dúkkuheimili og Hreinsun.

Frumflutt

10. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svipmynd

Svipmynd

Listamenn koma með tónlist í farteskinu og rifja upp sögur úr lífi sínu, segja frá verkum, áhrifavöldum og andagift. Dregin er upp svipmynd vikulega í menningarþættinum Víðsjá á Rás1.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,