Svipmynd

Svipmynd af rithöfundi / Margrét Tryggvadóttir

Margrét Tryggvadóttir fæddist í Kópavogi 1972. Hana langaði til læra myndlist en fór í Verslunarskólann til vera skynsöm og svo í bókmenntafræði við Háskóla Íslands því hana langaði til vinna sem ritstjóri. Hún hefur unnið með texta og myndir nær allar götur síðan, sem ritstjóri, myndritstjóri og höfundur.

Margrét hefur gefið út fjölda bóka fyrir börn og ungmenni. Fyrsta bók hennar var Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar, með myndum eftir Halldór Baldursson, kom út 2006 og hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin. Margrét hefur einnig hlotið fjölda viðurkenninga fyrir aðrar bækur sínar, eins og Íslandsbók barnanna og Reykjavík barnanna, og Kjarval Málarinn sem fór sínar eigin leiðir, og síðast FJöruverðlaunin fyrir bókina Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina

Fyrsta bók Margrétar fyrir ungmenni var Sterk, en fyrir hana hlaut hún ýmsar viðurkenningar, meðal annars Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Og í vetur kom út bókin Stolt, sem er sjálfstætt framhald Sterk. Bækurnar eru þroskasögur, en aðalpersónur þeirra eru tvær trans stúlkur sem fléttast inn í heim mansals og annara glæpa í Reykjavík. Rík réttlætiskennd og löngun til taka þátt í bjarga heiminum hefur fylgt Margréti alla tíð, hvort sem það er innan ritstarfanna eða á þingi, þar sem hún sat fyrir Borgarahreyfinguna í nokkur ár. Í dag er hún formaður Rithöfundasambands Íslands þar sem hún hefur setið í stjórn síðan 2017.

Frumflutt

13. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svipmynd

Svipmynd

Listamenn koma með tónlist í farteskinu og rifja upp sögur úr lífi sínu, segja frá verkum, áhrifavöldum og andagift. Dregin er upp svipmynd vikulega í menningarþættinum Víðsjá á Rás1.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þættir

,