Sumarmál

Þingvellir, Þjóðminjasafnið og kertafleyting

Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Guðmundur Pálsson

Við skunduðum á Þingvöll í Sumarmálum í dag. Þar hefur verið mikil uppbygging undanfarin ár og margt í pípunum, enda ört stækkandi straumur ferðamanna sem gera sér ferð þangað til skoða þennan fallega stað og kynna sér sögu hans og umhverfi. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður tók á móti sumarmálum á Hakinu.

Safn vikunnar í Sumarmálum er Þjóðminjasafn Íslands og Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður kom til okkar og sagði okkur frá helstu verkefnum í sumar en í ágúst verður áhugavert samstarf við Hinsegin daga og Menningarnótt.

Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar í kvöld og kertum verður fleytt í minningu í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Fleytt verður á fjórum stöðum á landinu en það eru Íslenskir friðarsinnar sem standa fyrir viðburðinum. Við töluðum við Ingibjörgu Haraldsdóttur frá Íslenskum friðarsinnum.

Fugl dagsins var auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.

Erla Þorsteinsdóttir - Ítalskur calypso.

BEATLES - I Will.

Roof Tops, Ari Jónsson - Söknuður.

Les Paul - Brazil.

Frumflutt

9. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. [email protected]

Þættir

,