Nýtt hótel, Courtyard by Marriot opnaði nýlega við svokallað Aðaltorg í Reykjanesbæ, sem er skammt frá Flugstöðinni í Keflavík. Hótelið var flutt hingað í gámum frá Kína og raðað saman á örfáum dögum, þó það hafi vissulega tekið 12 mánuði að byggja hótelið. Í þessum gámum voru fullbúin herbergi, með baðherbergjum, myndum á veggjum og gardínum í gluggum. En þetta hótel er bara einn hluti af risastóru verkefni sem er í vinnslu við Aðaltorg, með hverskyns þjónustu, hraðhleðslugarði fyrir rafbíla, heilsugæslu og mörgu öðru. Ingvar Eyfjörð er framkæmdastjóri Aðaltorgs, hann settist niður með Sumarmálum og sagði frá verkefninu.
Ása Baldursdóttir kemur í sitt vikulega spjall hér í Sumarmálum, um allt það nýjasta og mest spennandi í hlaðvarpi og á streymisveitum.
Fugl dagsins er svo á sínum stað eins og alltaf.
Tónlist í þætti dagsins:
Villtir strengir / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Loftur Guðmundsson)
Sveitapiltsins draumur / Hljómar(John Phillips, Michelle Phillips, Ómar Ragnasson)
Cant buy me love / Ella Fitzgerald (John Lennon og Paul McCartney)
You turn me on I'm a radio / Joni Mitchell (Joni Mitchell)
Umsjón: Guðmundur Pálsson og Guðrún Gunnarsdóttir