Heimsþing Húmanista hefst í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn, en það er vettvangur fyrir húmanista frá öllum löndum til að koma saman og ræða saman um mannréttindi, lýðræði og húmanisma. Siðmennt, félag húmanista á Íslandi, er einn af gestgjöfum þingsins og Inga Auðbjörg Straumland formaður Siðmenntar kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um húmanisma og heimsþingið.
Safn vikunnar í þetta sinn var Safnasafnið á Svalbarðseyri. Við heyrðum í Níels Hafstein safnstjóra og hann fræddi okkur safneign Safnasafnsins, fingralant huldufólk og svo auðvitað um það hvað er á döfinni á safninu.
Svo fengum við óvænta skemmtilega sendingu frá félaga okkar Guðna Tómassyni. Hann hitti Ingibjörgu Þuríði Stefánsdóttur á Mjóeyri við Eskifjörð á dögunum og hún flutti fyrir hann ljóð sem hún samdi um æskudaga sína í Vöðlavík. Guðni tók upp flutning hennar á ljóðinu og við fengum að heyra það í þættinum.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þætti dagsins:
Lag ljóð / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
Don?t Know What?s Normal / Shintaro Sakamoto ( Shintaro Sakamoto)
Töfrar / Silfurtónar (Júlíus H. Ólafsson)
Herbergið mitt / Brimkló (Arnar Sigurbjörnsson og Vilhjálmur frá Skáholti)
Snefill / Moses Hightower (Steingrímur Karl Teague, Andri Ólafsson, Magnús Tryggvason Eliassen og Daníel Friðrik Böðvarsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR