Sumarmál

Gurrý og grasaganga, húsin á Eyrinni, hlaðvarpsspjall og fuglinn

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur er landsmönnum góðu kunn sem Gurrý í garðinum. Hún kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um fjölærar plöntur en hún hefur mikið dálæti á þeim og nýkomin er út bók eftir hana um þær. Við ræddum fyrst við hana afleiðingar þessa sérkennilega vetrar veðurfarslega á gróðurinn, þar sem hlýindi og fimbulfrost skiptust á. Svo sagði hún okkur frá göngu sem hún leiðir í grasagarðinum í kvöld þar sem fjölæringar verða skoðaðir sérstaklega.

Við töluðum svo við Kristínu Aðalsteinsdóttur og Arnór Blika Hallmundsson, en þau unnu saman bókinni Oddeyri - Saga, hús og fólk sem er nýkomin út. Í bókinni eru viðtöl við íbúa í 55 húsum á Eyrinni, auk sögulegs fróðleiks um húsin og myndir. Þau Kristín og Arnór voru í beinni útsendingu norðan og sögðu okkur betur frá efni bókarinnar.

Ása Baldursdóttir kom lokum til okkar í dag og mælti með áhugaverðum hlaðvörpum og sjónvarpsefni. Í dag fjallaði Ása um það þegar hlaðvarpsformið er nýtt til endurrannsaka morðmál, til dæmis í hlaðvarpsröðinni The Coldest Case of Laramie. Svo sagði hún frá hlaðvarpinu Grown, þar sem fjallað er um listina fullorðnast og lokum sagði hún frá sjónvarpsþáttaröðinni Jury Duty, sem eru eiginlega blanda af falinni myndavél og gamanþáttum um kviðdómsskyldu þar sem allt fer á hvolf.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þætti dagsins:

Aftur heim til þín / Eyþór Ingi og Lay Low (Baldur Hjörleifsson og Jónína Guðrún Eysteinsdóttir)

Gul og rauð og blá / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Baby Can I Hold You / Tracy Chapman (Tracy Chapman)

Everybody?s Talkin? / Harry Nilson (Fred Neil)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR

Frumflutt

25. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. [email protected]

Þættir

,