Sumarmál heimsóttu Sveitasetrið Brú í Grímsnesi þar sem litríkur hópur fólks stendur í stórræðum að endurstandsetja hótel- og veisluaðstöðu að sínum hætti. Við ræddum við Hákon Hildibrand, eiganda og bústýru þar, um sjálfbærni, kvenfélög og klukkustrengi meðal annars.
Safn vikunnar þennan mánudaginn í Sumarmálum var Listasafnið á Akureyri og Hlynur Hallsson safnstjóri var í beinni að norðan. Listasafnið á Akureyri er 30 ára í ár og það eru níu mismunandi sýningar í gangi og fimm nýjar verða opnaðar á Akureyrarvöku í lok ágúst, en Hlynur sagði okkur nánar frá því sem er á döfinni hjá þeim í viðtalinu.
Ljósafossstöð er hluti af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar við Sogið. Stöðin var tekin í notkun árið 1937 og á nóg inni, eins og við í Sumarmálum komust að þegar við hittum stöðvarstjórann Ingólf Örn Jónsson. Hann sagði okkur frá starfseminni og fór með okkur í skoðunarferð um stöðina.
Fugl dagsins verður svo auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.
Tónlist í þætti dagsins:
Á Mallorca / South River Band (Ólafur Þórðarson og Helgi Þór Ingason)
Sumarvísa / Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir (Mats Paulson og Iðunni Steinsdóttir)
Lóa litla á Brú / Haukur Morthens (B. Carroll og Jón Sigurðsson)
Allt í fína / Karl Orgeltríó, Raggi Bjarna og Ragnheiður Gröndal (Karl Olgeirsson)
Baby Love / Supremes (Brian Holland, Lamont Dozier og Eddie Holland)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR