Við fengum ferðasögu í dag frá Bryndísi Köru Sigurðardóttur. Hún er ekki nema 24 ára, vinnur í héraðsdómi Reykjavíkur og er að fara í meistaranám í lögfræði í haust. Hún sagði okkur frá því þegar hún var í þrjá mánuði í Suður-Afríku, þar sem hún meðal annars vann við að kenna krökkum, hjúkra slösuðum dýrum og hlúa að dýrum sem hafa verið notuð til dæmis í fjölleikahúsum og beitt ofbeldi. Kara, eins og hún er kölluð, sagði okkur ferðasöguna í dag.
Svo var það lag vikunnar, við fengum góða gesti í heimsókn, þau Kristjönu Stefánsdóttur og Svavar Knút. Þau sögðu okkur sögu lags vikunnar og fluttu svo af sinni alkunnu snilld fyrir okkur hér í hljóðverinu, Næturljóð úr fjörðum eftir Böðvar Guðmundsson.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.
Tónlist í þætti dagsins:
Bíldudals grænar baunir / Jolli og Kóla (Valgeir Guðjónsson)
(Sittin? on) The Dock of the Bay / Otis Redding (Otis Redding & Steve Cropper)
Take me Home Country Roads / John Denver (John Denver, Taffy Nivert & Bill Danoff)
Signed Sealed Delivered / Stevie Wonder (Stevie Wonder, L. Garrett, S. Wright & L. Hardaway)
Næturljóð úr fjörðum / Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur (Böðvar Guðmundsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR