Druslugangan 2023 fer fram á Laugardaginn víða um landið. Með göngunni eru þátttakendur að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis og mótmæla kerfislægu misrétti. Lísa Margrét Gunnarsdóttir meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar kemur í þáttinn í dag og segir okkur frá göngunni og áherslunum í ár.
Við töluðum við Berglindi Maríu Tómasdóttur um Alþjóðlega tónlistahátíð sem fer fram á Sunnuhvoli í Bárðardal á föstudag og laugardag. Þar munu koma saman hópur alþjóðlegra listamanna, úr framvarðarsveit samtímatónlistar, sem hafa hlotið heimsathygil fyrir verk sín. Berglind María, tónlistarstjóri hátíðarinnar, talaði við okkur í þættinum í dag.
Páll Ásgeir Ásgeirsson er með okkur á fimmtudögum í sumar með það sem við köllum Veganestið þar sem hann deilir reynslu sinni og góðum ráðum af útivist og útiveru. Síðustu tvo fimmtudaga gaf hann góð ráð í samband við fyrstu skrefin, fyrir þau sem eru að byrja að stunda útivist, og í síðustu viku kom hann með ráðleggingar þegar kemur að ákveða hvert skal haldið. Í dag talaði hann við okkur um veðrið þegar kemur að útivistarferðum.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.
Tónlist í þættinum:
Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)
Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
Tökum af stað / Reykjavíkurdætur (Reykjavíkurdætur)
Laugardagskvöld á Gili / MA kvartetinn (Helfrid Lambert, Gustaf Fröding og Magnús Ásgeirsson)
Horfið / Lay Low (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Valborg Elísabet Bentsdóttir)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR