Það er sumar og sólin hefur sem betur fer leikið talsvert við okkur víðast hvar á landinu. Og þó hitastigin séu ekki kannski eins mörg hér á landi og annars staðar þá eru geislar sólarinnar sterkir og talsvert margir sólbrenna ef ekki er farið varlega. Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um sólbruna, hætturnar og nauðsyn notkunar á sólarvörn.
Safn vikunnar í þetta sinn var Listasafn Árnesinga og Byggðasafn Árnesinga. Við fengum þær Kristínu Scheving, safnstjóri L.Á. og Ragnhildi Elísabetu Sigfúsdóttur, sérfræðing hjá B.Á. til að segja okkur frá því hvað er á döfinni hjá þeim, sem er til dæmis Ásgrímsleiðin, söguferð um Flóann á slóðir Ásgríms Jónssonar listmálara.
Við brugðum okkur svo vestur á Patreksfjörð og kynntum okkur ferðaþjónustu þar. Gunnþórunn Bender er stofnandi Westfjords Adventures sem skipuleggur fjölbreyttar ferðir fyrir erlenda og íslenska ferðamenn. Við mæltum okkur mót við hana í vestfirsku sólinni á dögunum.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Dís / Ragnheiður Gröndal (Jóhann Jóhannsson, Bragi Valdimar Skúlason og Ragnar Kjartansson)
For What It?s Worth / Buffalo Springfield (Steven Stills)
Mrs. Cold / Kings of Convenience (Erlend Øye & Eirik Glambek Böe)
Darling Be Home Soon / The Lovin? Spoonful (John B. Sebastian)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON