Við fengum Rebekku Þurý Pétursdóttur til okkar í dag, en hún sagði okkur fyrstu ferðasöguna á föstudegi í Sumarmálum. Hún fór árið 2019 ásamt tveimur vinkonum sínum, Eyrúnu Björt Halldórsdóttur og Steinunni Önnu Svansdóttur, í þriggja mánaða ferð til fjölda landa í Afríku og Asíu þar sem þær meðal annars lærðu að kafa á Zanzibar, lærðu á brimbretti í Marokkó, unnu í sjálfboðastarfi með fílum í Thailandi, fóru í siglingu í Víetnam og margt fleira. Við fengum Rebekku til að stikla á stóru í gegnum þetta magnaða ferðalag og svo sagði hún okkur líka aðeins frá starfi sínu sem ferðaráðgjafi.
Svo sagði Jónatan Garðarsson okkur skemmtilega sögu á bak við lag sem flestir þekkja. Lagið heitir Ljúfa vina og vann í danslagakeppni S.K.T. árið 1957 en ekki kom í ljós hverjir sömdu lagið fyrr en næstum fjórum áratugum síðar. Jónatan sagði okkur þessa sögu lagsins og svo auðvitað heyrðum við það beint á eftir.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum
Ferrari / Ragnheiður Gröndal (Páll Torfi Önundarson)
Everything is Beautiful / Ray Stevens (Ray Stevens)
Gi Mig Hvad Du Har / Dodo and the dodos (C. Nerenst, A. Valbro og S. Christiansen)
Ljúfa vina / Ragnar Bjarnason, Sigrún Jónsdóttir og Sextett Ólafs Gauks (Jón Sigurðsson, Ólafur Gaukur Þórhallsson og Indriði G. Þorsteinsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR