ok

Sumarmál

Hamingjuljósmyndir, hlaðvörp, torgin í Kópavogi og fugl dagsins

Við fengum Kára Sverris, ljósmyndara, í þáttinn í dag til að segja okkur frá nýju verkefni þar sem hann er að auglýsa eftir þáttakendum í. Eftir að hafa verið tískuljósmyndari í fjölda ára og tekið myndir fyrir fræg fyrirtæki og tímarit þá ákvað hann að fara í nýja átt þar sem hann hugsar ekki um staðlaðar útlitsímyndir heldur leitar hann að því hvað gerir fólk hamingjusamt og ætlar að reyna að fanga það á mynd. Kári útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum.

Ása Baldursdóttir kom svo til okkar í dag, eins og síðustu sumur, og sagði okkur frá áhugaverðum hlaðvörpum og jafnvel líka einhverju til að horfa á þegar til dæmis viðrar ekki vel til útivistar. Í dag fjallaði Ása um hið afar vinsæla hlaðvarp If Books Could Kill, ástarblekkingar í hlaðvarpinu Love, Janessa og vandræði í einu dramatískasta eldhúsi sem nokkur hefur stigið fæti inn í, sem sagt í sjónvarpsþáttaröðinni The Bear.

Við skruppum svo suður í Kópavog í góða veðrinu og töluðum við Soffíu Karlsdóttur, forstöðukonu menningarmála í Kópavogi. Nú stendur yfir hugmyndasamkeppni sem allir Kópavogsbúar geta tekið þátt í en hún snýst um að fá hugmyndir um nýtingu á torgum og svæðum í miðbænum. Hvað er sniðugt að setja þarna og hvað vantar?

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.

Tónlist í þættinum:

Á Mallorca / South River Band (Ólafur Þórðarson og Helgi Þór Ingason)

Bad Moon Rising / Creedence Clearwater Revivial (John Fogerty)

Sumarvísa / Þorgerður Ása (Mats Poulson og Iðunn Steinsdóttir)

You Keep Me Hanging On / Supremes (Brian Holland, Eddie Holland & Lamont Dozier)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

4. júlí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is

Þættir

,