Við hófum leik í dag í Sumarmálum og auðvitað verður fugl dagsins á sínum stað, eins og undanfarin sumur. Í þessum lið leikum við hljóð sem fuglinn gefur frá sér og gefum nokkrar vísbendingar áður en við segjum hver fugl dagsins er, svo hlustendur geti spreytt sig og giskað á hver hann er.
Vestur á Ísafirði er starfrækt ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í hjólreiðum um Vestfirði. Sumarmál sóttu Ísafjörð heim og hittu þar Halldóru Björk Norðdahl, stofnanda ferðaskrifstofunnar Cycling Westfjords.
Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn bar Guðjón vinkilinn við fallegan sumardag í Flóanum.
Og svo að lokum var það safn vikunnar, sem verður í Sumarmálum á mánudögum í sumar. Fyrsta safn vikunnar þetta sumarið er í rauninni þrjú söfn fyrir norðan, Minjasafnið á Akureyri, Davíðshús og Smámunasafnið. Við heyrðum í Haraldi Þór Egilssyni safnstjóra og hann fræddi okkur um það sem er á döfinni hjá þeim fyrir norðan.
Tónlist í þættinum:
Allt í fína / Ragnar Bjarnason, Katrín Halldóra og Karl Orgeltríó (Karl Olgeirsson)
Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)
Rajrajraj / Frigg (Esko Järvelä)
Beautiful / Sheryl Crow (Pattengale & Joshua Radin)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR