Lát þig engin binda bönd

Sjötti þáttur

Í þessum lokaþætti var farið á slóðir Stephan G. Stephanssonar í Alberta í Kanada, síðan haldið til Gimli og Winnipeg og loks heim til Íslands.

Rætt er við afkomendur Stephans og Helgu og fjallað um aðdraganda og endurreisn húss skáldsins í Markerville. lokum er fjallað um stöðu skáldsins í nútímanum.

Viðmælendur eru: Þórdís Gutrick í Calgary, Stephan Benediktsson í Calgary. Íris Benediktsson, Markerville. Sigrid Johnson, Winnipeg, Elva Simundsson, Erla Simundsson og Svava Simundsson búsettar í Árborg og á Gimli. David Arnason, Gimli og Winnipeg og Gísli Sigurðsson hjá Árnastofnun í Reykjavík.

Lesari í þættinum var Rúnar Sigþórsson.

Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.

(Áður á dagskrá 18. nóvember 2000)

Frumflutt

14. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lát þig engin binda bönd

Lát þig engin binda bönd

Fjallað um skáldið Stephan G. Stephansson, allt frá uppvexti hans í Skagafirði og Bárðardal til flutnings fjölskyldunnar til vesturheims og dvölina þar. Sagt frá lífshlaupi hans og skáldskap. Rætt við fólk á Íslandi og vestanhafs um bóndann og skáldið. Hann fæddist á Kirkjuhóli í Skagafirði 3. október 1853 og var skírður Stefán Guðmundur Guðmundsson. Hann lést 9. ágúst 1927, næstum 47 ára.

Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.

(Áður á dagskrá árið 2000)

Þættir

,