Lát þig engin binda bönd

Annar þáttur

Í öðrum þætti er greint frá landnámum Stephans G. Stephanssonar í Bandaríkjunum, fyrst í Wisconsin og síðan í Norður-Dakóta. Fjallað er um skáldskaparþroska hans og menningarstrauma í Íslendingabyggðum, sérstaklega Hið Íslenska menningarfélag og stöðu vestur-íslensku kirkjunnar.

Rætt er við Jón Jónsson og Magnús Ólafsson, bændur í Norður-Dakóda, Viðar Hreinsson, bókmenntafræðing, Kristján Kristjánsson, heimspeking, Wilhelm Emilsson, bókmenntafræðing, Bergstein Jónsson, sagnfræðing og Harald Bessason, fyrrverandi prófessor í Winnipeg.

Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.

(Áður á dagskrá 21. október 2000)

Frumflutt

16. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Lát þig engin binda bönd

Lát þig engin binda bönd

Fjallað um skáldið Stephan G. Stephansson, allt frá uppvexti hans í Skagafirði og Bárðardal til flutnings fjölskyldunnar til vesturheims og dvölina þar. Sagt frá lífshlaupi hans og skáldskap. Rætt við fólk á Íslandi og vestanhafs um bóndann og skáldið. Hann fæddist á Kirkjuhóli í Skagafirði 3. október 1853 og var skírður Stefán Guðmundur Guðmundsson. Hann lést 9. ágúst 1927, næstum 47 ára.

Umsjón: Margrét Björgvinsdóttir og Þórarinn Hjartarson.

(Áður á dagskrá árið 2000)

Þættir

,