Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Margrétar Sigurðardóttur er Finnbogi Óskarsson efnafræðingur og túbuleikari. Finnbogi kann vel við sig í sveitum landsins þar sem hann eyðir drjúgum tíma við sýnatöku fyrir Íslenskar orkurannsóknir en þess á milli leikur hann á túbu í ýmsum hljómsveitum og kennir upprennandi blásurum á hljóðfærið. Í þættinum deilir Finnbogi með áheyrendum sinni eftirlætistónlist og segir frá bókinni sem hann tæki með sér á eyðibýli.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Skömmu fyrir jól var Notre Dame-dómkirkjan í París opnuð að nýju eftir viðgerðir sem staðið hafa yfir frá því að kviknaði í kirkjunni árið 2019. Í tilefni af þessu verður þátturinn "Á tónsviðinu" tileinkaður tónlist sem tengist Notre Dame. Þar má nefna söngverk eftir Leónínus, eitt helsta tónskáld Notre Dame-skólans á 12. öld, orgelverk eftir Louis Vierne, sem var organisti í Notre Dame frá árinu 1900 til 1937, og kafla úr nýju kórverki, "Magnificat" sem einn af núverandi organistum Notre Dame, Yves Castagnet, samti til flutnings við enduropnunina 7. desember sl. Skáldsagan fræga, "Hringjarinn í Notre Dame", sem Victor Hugo samdi árið 1831, kemur einnig við sögu. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Gunnar Hansson.
Robert Schumann (1810–1856) var eitt merkasta tónskáld nítjándu aldar. Hann er erkitýpa hins rómantíska snillings og sveiflaðist stöðugt á milli oflætis og deyfðar, ofsalegra afkasta og algjörs aðgerðaleysis. Draumur Schumanns um að verða konsertpíanisti rættist ekki, en fyrsta áratug tónsmíðaferils síns helgaði hann píanóinu alla krafta sína og voru 23 fyrst útgefnu tónverk hans samin fyrir einleikspíanó. Þar á meðal eru mörg af merkustu og þekktustu verkum sem skrifuð hafa verið fyrir hljóðfærið. Sex þeirra hljóma í þessari þáttaröð, öll samin á gríðarlega frjósömu fjögurra ára tímabili (1834–38) og þrungin persónulegum tilvísunum og táknum. Í þáttunum er ljósi varpað á þessi tengsl með brotum úr dagbókum og bréfum og sagt frá áhrifum ástarmála hins unga tónskálds á tilurð verkanna.
Umsjón: Halldór Hauksson.
Vorið 1838 höfðu þau Robert og Clara verið aðskilin í marga mánuði vegna andstöðu Friedrichs Wieck, föður Clöru og píanókennara Schumanns, við sambandi þeirra. Þrátt fyrir það var þetta gjöfull tími á tónsmíðaferli Schumanns. Í febrúar og mars samdi hann nokkra tugi stuttra píanólaga sem hann kallaði „ljúfar litlar bernskumyndir“. Þrettán þeirra birtust ári síðar á prenti sem Kinderszenen, op. 13. „Verkið hreyfir svo við mér að ég er í algjöru sæluástandi,“ sagði Clara í bréfi til Roberts. „Ég er stöðugt með lögin í huganum, þau eru svo einföld og yndisleg, svo mikið þú.“ Í þættinum hljóma líka nokkur lög úr öðru klassísku barnalagasafni eftir Schumann, Album für die Jugend, op. 68.
Lesarar með umsjónarmanni eru Jóhannes Ólafsson og Halla Harðardóttir.
Veðurstofa Íslands.
Átta þátta röð um eyjuna sem minni í bókmenntasögu Vesturlanda. hefst í dag. Fjallað um forvitnilegra eyjar í vestrænum bókmenntum og
rýnt í það líf sem þar er lifað.
Umsjónarmaður er Arthúr Björgvin Bollason. Lesari með umsjónarmanni er Svala Amardóttir.
(1997)
Í þættinum er fjallað um sögu skáldsins D.H. Lawrance „Maðurinn sem elskaði eyjar". Síðan er fjallað um eylandið Útópíu og það mannlíf sem þar þrífst.
Guðsþjónusta.
Séra Grétar Halldór Gunnarsson þjónar fyrir altari og predikar.
Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson sem jafnfram stjórnar Kammerkór Seltjarnarneskirkju sem syngur.
Sigríður Schram les ritningarlestra.
Þessi guðsþjónusta er send út í tilefni alþjóðlegrar bænaviku sem fer fram árlega um allan heim vikuna 18.- 25.janúar. Guðsþjónustan er samstarfsverkefni kristinna trúfélaga á Íslandi og fer jafnan á milli kirkna og kristinna trúfélaga. Þetta árið eru þemu hennar trúin sem sameinar hinar ólíku kirkjur og kirkjudeildir.
TÓNLIST:
Fyrir predikun:
Sálmur 229. Opnið kirkjur allar. Gylfi Gröndal/Trond Kverno.
Sálmur 216. Mikli drottinn dýrð sé þér. Friðrik Friðriksson/Luneburg.
Sálmur 621. Guðs kirkja er byggð á bjargi. Friðrik Friðriksson/Samuel Wesley.
Stólvers „Guð“ Vilborg Dagbjartsdóttir & Pétur Þór Benediktsson.
Forspil: Trumpet tune eftir Gordon Young.
Eftir predikun:
Sálmur 285. Guð faðir, dýrð og þökk sé þér. Sigurbjörn Einarsson/Mortensen.
Sálmur 287 (milli bæna í almennri kirkjubæn). Þinn vilji Guð. Kristján Valur Ingólfsson/Patrick Matsikenyiri.
Sálmur 795. Gefðu að móðurmálið mitt. Hallgrímur Pétursson/Róbert Abraham Ottósson.
Eftirspil: Prelude in Classic Style eftir Gordon Young.
Útvarpsfréttir.
Óvissustig hefur verið lýst yfir á Austfjörðum vegna aukinnar snjóflóðahættu. Rýmingar á Seyðisfirði og í Neskaupstað taka gildi klukkan átján. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land vegna norðaustan hvassviðris og mikillar snjókomu. Vegir gætu lokað með stuttum fyrirvara.
Vopnahlé á Gaza hófst í morgun og vonir standa til að það marki upphafið að endi stríðsins. Gíslar verða frelsaðir úr haldi Hamas strax í dag og palestínskir fangar úr ísraelskum fangelsum.
Rúta með tuttugu farþegum valt út af veginum um Hellisheiði á tíunda tímanum í morgun. Enginn slasaðist alvarlega.
Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir mjög alvarlegt að gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Þýskalandi í vikunni. Samtökin séu í nánu sambandi við Matvælastofnun og fundi með ráðherra í vikunni.
Íbúar við JL-húsið í Vesturbæ Reykjavíkur hafa kært leyfi um að hýsa hælisleitendur í húsinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið í milliriðil á Heimsmeistaramótinu eftir stórsigur á Kúbu í gærkvöldi. Framundan er afar mikilvægur leikur gegn Slóveníu annað kvöld.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviður tekur Karitas stöðuna í Sýrlandi með aðstoð fréttamannsins Ólafar Ragnarsdóttur. Í seinni hluta þáttarins liggur leiðin til Kína þar sem einn ástæslasti áhrifavaldur landsins sneri nýlega aftur eftir þriggja ára hlé.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir skimar eftir ýmsu í samfélagi manna, á Íslandi og á heimsvísu, og leitar skýringa hjá lærðum og leikum.
Fyrsta skráða verkfall sögunnar suður í Nílardal. Skýringa er leitað á kornskorti þar syðra hjá Þorvaldi Þórðarsyni, prófessor í eldfjallafræðum við Edinborgarháskóla. Einnig er rætt við um rannsóknir á veðurfari jarðar í borkjörnum úr Grænlandsjökli við Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir stjórnar hljómsveitinni og syngur stórvirki Arnolds Schönberg - Pierrot lunaire. Textann þýddi faðir hennar, Jóhann G. Jóhannsson, sem einnig samdi Kall - tónverk við ljóð eftir Þorvald Þorsteinsson.
Hljóðritunin er frá Óperudögum í nóvember 2024.
Einnig heyrist brot úr tónleikhúsinu Tumi fer til tunglsins eftir Jóhann sem einnig var flutt á Óperudögum og er nýkomið út á plötu undir stjórn Ragnheiðar Ingunnar.
Í þættinum hljómar líka brot úr spjalli feðginanna við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í þættinum Segðu mér, sem var útvarpað í október sl.
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Fréttir
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
Hér segir frá því er Danir vildu leita í rætur menningar sinnar í íslenskum fornbókmenntum og konungar gerðu út menn að safna handritum. Hvaða viðhorf lágu þar að baki, hvernig brugðust Íslendingar við og af hverju var handritunum skilað að lokum?
Rætt við Sumarliða Ísleifsson og Sigrúnu Davíðsdóttur
Veðurfregnir kl. 18:50.
Jón R. Hjálmarsson skólastjóri ræðir við fólk á Suðurlandi.
Jón R. Hjálmarsson ræðir við: Þórð Jóhannsson kennara, Hveragerði; Ingimar Sigurðsson, Fagrahvammi, Hveragerði; Lauritz Christiansen, Hveragerði; Poul Michelsen, Hveragerði og Ólaf Steinsson oddvita í Hveragerði.
(Áður á dagskrá 1969)
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Bjarni Fritzson rithöfundur og eigandi Út fyrir kassann. Bækur Bjarna um Orra óstöðvandi hafa verið gríðarlega vinsælar og nýjasta bókin um Orra var mest selda barnabókin á landinu á síðasta ári. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bjarni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Dauðinn einn var vitni e. Stefán Mána
Marrið í stiganum, Strákar sem meiða og Stelpur sem ljúga e. Evu Björgu Ægisdóttur
Ég læt sem ég sofi e. Yrsu Sigurðardóttur
Kvíðakynslóðin e. Jonathan Haidt
Grafarþögn og Mýrin e. Arnald Indriðason
Show Dog e. Phil Knight
Paulo Coelho (The Zahír, Veronika verður að deyja, Alkemistinn)
Why we sleep e. Matthew Walker
Raunvitund e. Hans Rosling
Villtir svanir e. Jung Chang.
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir skimar eftir ýmsu í samfélagi manna, á Íslandi og á heimsvísu, og leitar skýringa hjá lærðum og leikum.
Fyrsta skráða verkfall sögunnar suður í Nílardal. Skýringa er leitað á kornskorti þar syðra hjá Þorvaldi Þórðarsyni, prófessor í eldfjallafræðum við Edinborgarháskóla. Einnig er rætt við um rannsóknir á veðurfari jarðar í borkjörnum úr Grænlandsjökli við Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Jöklarnir hopa og sá þrýstiléttir á eldstöðvum þar undir virðist leiða til þess að kvikugangur eigi auðveldar með því að brjóta sér leið í gegnum jarðskorpuna. Í þessum þætti eru gerð skil á rannsókn jarðeðlisfræðingsins Freysteins Sigmundssonar og kollegum hans í ISVOLC hópnum á samspili jökla og eldgosa. Þá er einnig sótt í viskubrunn Helga Björnssonar, sem er einn af fremstu jöklafræðingum Íslands.
Umsjón: Atli Freyr Arason
Veðurfregnir kl. 22:05.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Kristín Bergs býður hlustendum í Afróbúggí þar sem tónlistararfur Afríku er í brennidepli.
Útvarpsfréttir.
Óvissustig hefur verið lýst yfir á Austfjörðum vegna aukinnar snjóflóðahættu. Rýmingar á Seyðisfirði og í Neskaupstað taka gildi klukkan átján. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land vegna norðaustan hvassviðris og mikillar snjókomu. Vegir gætu lokað með stuttum fyrirvara.
Vopnahlé á Gaza hófst í morgun og vonir standa til að það marki upphafið að endi stríðsins. Gíslar verða frelsaðir úr haldi Hamas strax í dag og palestínskir fangar úr ísraelskum fangelsum.
Rúta með tuttugu farþegum valt út af veginum um Hellisheiði á tíunda tímanum í morgun. Enginn slasaðist alvarlega.
Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir mjög alvarlegt að gin- og klaufaveiki hafi komið upp í Þýskalandi í vikunni. Samtökin séu í nánu sambandi við Matvælastofnun og fundi með ráðherra í vikunni.
Íbúar við JL-húsið í Vesturbæ Reykjavíkur hafa kært leyfi um að hýsa hælisleitendur í húsinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið í milliriðil á Heimsmeistaramótinu eftir stórsigur á Kúbu í gærkvöldi. Framundan er afar mikilvægur leikur gegn Slóveníu annað kvöld.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Útvarpsfréttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Útvarpsfréttir.
Fréttir
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Í þessari viku fáum við til okkar einn vinsælasta rappara landsins, Flona, sem hefur nýlega gefið út plötuna Floni 3. Þetta er þriðja breiðskífa hans og enn eitt skrefið í þróun hans sem tónlistarmanns. Á plötunni er að finna persónulega texta, tilraunakenndan hljóðheim og lög sem hafa nú þegar fengið mikla spilun. Við ræðum við Flona um innblásturinn, sköpunarferlið og hvað framtíðin ber í skauti sér.