Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi Héðins Halldórssonar er Kristín Gísladóttir, forvörður og listfræðingur.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður leikin tónlist eftir Edvard Grieg. Meðal annars verða fluttir kaflar úr sellósónötu Griegs og svítunni "Frá tíma Holbergs". Þá verða fluttir Sex söngvar ópus 48 sem Grieg samdi við þýsk ljóð á árunum 1884-1889, en meðal þeirra er "Ein Traum" (Draumur), eitt frægasta sönglag Griegs. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesari er Jóhannes Ólafsson.
Tónlist og talmál úr safni útvarpsins.
Í þættinum eru flutt tvö brot úr viðtali við Pál Ásmundsson eimreiðarstjóra sem ók fyrstu eimreiðinni sem kom til landsins árið 1913 og stýrði henni til ársins 1934. Sveinn Sæmundsson ræddi við hann árið 1969.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Veðurstofa Íslands.
Guðsþjónusta.
Sr. Alfreð Örn Finnsson, sr. Helga Bragadóttir og sr. Hildur Sigurðardóttir þjona fyrir altari. Séra Hildur Sigurðardóttir predikar.
Organisti er Kristján Hrannar Pálsson sem einnig stjórnar Sönghóp Digraneskirkju og leikur á mandólín.
Tónlist:
Fyrir predikun:
Forspil: Til Hildegard von Bingen – Lag: Janne Mark, texti: Kristján Hrannar Pálsson.
Sálmur 578. Heilagi andi, hjálp mín, trú. Michael Bojesen / Sigurbjörn Einarsson,
Sálmur 260. Miskunna oss, Guð vor. John Bell.
Sálmur 295. Heyr það nú. Myra Blyth,/Kristján Valur Ingólfsson.
Grátandi kem ég, nú Guð minn til þín.(Höf. óþ., úts. Kristján Hrannar Pálsson.
Eftir predikun:
Sálmur 775. Líknargjafinn þjáðra þjóða. Charles Converse/Jón Magnússon.
Sálmur 540. Hróp mitt er þögult. Ragnheiður Gröndal/Sigurður Pálsson.
Sálmur 300. Kristur veitist allur öllum. Johann Löhner/Helgi Hálfdánarson.
Tónlist undir altarisgöngu: Drottinn er minn hirðir, höfundur lags ók.
Sálmur 216. Mikli Drottinn, dýrð sé þér. Höf lags ók, höf. texta Friðrik Friðriksson.
Eftirspil: Orgelspuni við sálm 535. Í bljúgri bæn.
Útvarpsfréttir.
Leitað er í kappi við tímann í húsarústum í Myanmar og í Taílandi eftir jarðskjálftann mikla á föstudag. Sautján hundruð hafa fundist látnir. Fólk finnst enn á lífi í húsarústum.
Björgunarsveitir á Suðurlandi komu tveimur hópum til hjálpar á Eyjafjöllajökli í gær. Gönguskíðafólk og hópur jeppamanna lentu í vanda vegna mjög mikillar úrkomu sem hóparnir bjuggust ekki við.
Kísilverin hér á landi flytja inn yfir hundrað þúsund tonn af timbri á ári. Skapa mætti mikil verðmæti með aukinni skógrækt, segir sérfræðingur hjá Landi og skógi. Kísilverin gætu talist kolefnishlutlaus ef viðarkol yrðu notuð í stað þeirra hefðbundnu.
Tilraunaflug evrópsku geimferjunnar Spectrum misheppnaðist. Hún hrapaði til jarðar skömmu eftir að henni var skotið á loft frá Norður-Noregi.
Fjöldi bóka er gefinn út hér á landi sem eru þýddar með hjálp þýðingarvélar. Formaður Bandalags þýðenda og túlka segir þetta varhugaverða þróun.
Það eimir enn eftir af vetri og kröpp lægð gengur yfir suðvestanvert landið eftir hádegi. Hviður gætu náð allt að fjörutíu metrum á sekúndu á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli en veðrið gengur fljótt niður.
Valur getur í dag orðið fyrsta íslenska kvennaliðið til að komast í úrslit Evrópukeppni í handbolta.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas eftirnöfn. Af hverju eru Færeyingar í auknum mæli að breyta eftirnöfnum sínum og hvernig virka eftirnöfn almennt? Í þætti dagsins skoðum við mismunandi nafnahefðir milli landa og hvernig þær breytast í tímans rás.
Hvað varð til þess að skyndilegt, og dularfullt, andlát bæjarfógetans í Keflavík var ekki rannsakað af lögreglu á sjöunda áratug síðustu aldar? Í þessum tveimur þáttum rannsaka feðginin Sindri og Snærós andlát Eggerts J. Jónssonar bæjarstjóra og bæjarfógeta í Keflavík sem lést með sviplegum hætti árið 1962, aðeins 43 ára gamall. Pólitískt valdatafl, glæpsamleg undanbrögð og fjölskylduharmleikur settu sannarlega mark sitt á friðsælt fjölskyldulíf Eggerts. Rannsóknin hefur leitt í ljós að ekki var allt með felldu, en mörgum áratugum síðar leita afkomendur Eggerts svara við þeim áleitnu spurningum sem þeir hafa haft um andlát fjölskylduföðurins.
Umsjón: Sindri Freysson og Snærós Sindradóttir.
Keflavík var bæjarfélag í örum vexti þegar ungur og frambærilegur Sjálfstæðismaður, Eggert J Jónsson, var ráðinn sem bæjarstjóri og flutti með konu sinni og þremur börnum suður með sjó að hefja nýtt líf. Hann naut vinsælda í bænum en pólitísk undanbrögð áttu eftir að valda því að hann tók við embætti bæjarfógeta og hóf að sækja til saka menn, og sekta fólk sem áður hafði mátt eiga von á því að sleppa auðveldlega frá löngum armi laganna. Sá aðdragandi að andláti Eggerts kann að skipta sköpum um eftirleikinn.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóðritun frá tónleikum sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá 21. mars sl.
Flytjendur:
Herdís Anna Jónasdóttir söngkona og sellóleikararnir Bryndís Halla Gylfadóttir, Margrét Árnadóttir, Hrafnkell Orri Egilsson, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir,Sigurður Bjarki Gunnarsson, Sigurgeir Agnarsson, Steiney Sigurðardóttir og Urh Mrak.
Efnisskrá:
Astor Piazzolla - Árstíðirnar í Buenos Aires (1965) Sumar - Allegro úts. James Barralet
Brasilískt þjóðlag - Casinha Pequenina úts. Bruno Lima/Hrafnkell Orri Egilsson
Þórður Magnússon - Scherzo (2005/2025)
Heitor Villa-Lobos -Bachianas Brasileiras nr. 5 (1938) Aria (Cantilena) / Adagio Dança (Martelo) Allegretto
Astor Piazzolla - Árstíðirnar í Buenos Aires (1965) Vor - Allegro úts. James Barralet
Magnús Blöndal Jóhannsson - Sveitin milli sanda (1962) úts. Hrafnkell Orri Egilsson
Astor Piazzolla - Libertango (1974) úts. Hrafnkell Orri Egilsson
Nú vil ég enn í nafni þínu - ísl þjóðlag úts Þórður Magnússon
Einnig hljómar í þættinum:
Sinfónía númer 2 eftir Arvo Pärt.
Made in - eftir Adéle Viret
Ibuyile I'Africa (Africa is back) eftir Abel Selaocoe
Hvað fékk íbúa Flateyjar á Skjálfanda til að taka sig saman um að yfirgefa heimili sín, alla sem einn? Árið var 1967 og nokkru áður höfðu allir ábúendur flutt úr afskekktum byggðum Flateyjarskaga — landsvæði sem hafði framfleytt fjölda fólks en líka kostað fjölda mannslífa.
Þarna voru mannabyggðir á ystu þröm og gerðar tilraunir með þanþol fólks. Tilraun sem stóð í þúsund ár.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Taugaveiki herjaði á íbúa Flateyjar á Skjálfanda á fjórða áratug síðustu aldar og var faraldurinn svo skæður að fólk forðaðist eyjuna. Í þriðja þætti er fjallað um veikindin og afleiðingar þeirra. Alls eru þættirnir sex í þáttaröðinni Tilraun sem stóð í þúsund ár. Viðmælendur í þættinum eru: smitsjúkdómalæknarnir Bryndís Sigurðardóttir og Sigurður Guðmundsson og Guðrún Sigurpálsdóttir frá Baldurshaga í Flatey.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Margrét Adamsdóttir fréttamaður. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Margrét talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Patriot e. Alexei Navalny
Yellowface e. R.F. Kuang
Sapiens e. Yuval Noah Harari
Orbital e. Samantha Harvey
Into the wild e. Jon Krakauer
La peste e. Alexandre Camus
Out of Africa e. Karen Blixen
Hvað varð til þess að skyndilegt, og dularfullt, andlát bæjarfógetans í Keflavík var ekki rannsakað af lögreglu á sjöunda áratug síðustu aldar? Í þessum tveimur þáttum rannsaka feðginin Sindri og Snærós andlát Eggerts J. Jónssonar bæjarstjóra og bæjarfógeta í Keflavík sem lést með sviplegum hætti árið 1962, aðeins 43 ára gamall. Pólitískt valdatafl, glæpsamleg undanbrögð og fjölskylduharmleikur settu sannarlega mark sitt á friðsælt fjölskyldulíf Eggerts. Rannsóknin hefur leitt í ljós að ekki var allt með felldu, en mörgum áratugum síðar leita afkomendur Eggerts svara við þeim áleitnu spurningum sem þeir hafa haft um andlát fjölskylduföðurins.
Umsjón: Sindri Freysson og Snærós Sindradóttir.
Keflavík var bæjarfélag í örum vexti þegar ungur og frambærilegur Sjálfstæðismaður, Eggert J Jónsson, var ráðinn sem bæjarstjóri og flutti með konu sinni og þremur börnum suður með sjó að hefja nýtt líf. Hann naut vinsælda í bænum en pólitísk undanbrögð áttu eftir að valda því að hann tók við embætti bæjarfógeta og hóf að sækja til saka menn, og sekta fólk sem áður hafði mátt eiga von á því að sleppa auðveldlega frá löngum armi laganna. Sá aðdragandi að andláti Eggerts kann að skipta sköpum um eftirleikinn.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Í þættinum er athugað hvort óperulistin sé í rauninni eins leiðinleg og hún hefur á sér orðspor í almenningi. Rætt er við Guðmund Ottó Grímsson og Bryndísi Víglunds sem segja skoðanir sínar og innsýn á þessu flókna listformi.
Umsjón: Ellert Blær Guðjónsson

Veðurfregnir kl. 22:05.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Áfram er haldið að taka saman efni úr sjóferðaminningum Richard Henry Dana og nú segir frá því er skip hans Pílagrímurinn er komið eftir erfiða siglingu alla leið til Kaliforníu og þar hefst kaupskapur mikill. En babb kemur fljótlega í bátinn.

Útvarpsfréttir.
Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Þema dagsins: Munnur og varir
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-03-30
Þrjú á palli - Hæ, hoppsa-sa.
Dassin, Joe - Le cafe des 3 Colombes.
LINK WRAY - Rumble (MP3).
Richard, Cliff - Lucky lips.
BO DIDDLEY - Mama Keep Your Big Mouth Shut.
Bubbi Morthens - Kossar án vara.
The Smiths - Bigmouth Strikes Again.
Screamin' Jay Hawkins - Voodoo.
TALKING HEADS - Burning Down The House.
AmabAdamA - Týnda Kynslóðin.
Hrekkjusvín - Lygaramerki á tánum.
Sextett Ólafs Gauks, Björn R. Einarsson Tónlistarm. - Því ertu svona uppstökk?.
Olga Guðrún Árnadóttir - Ef þú ert súr vertu þá sætur.
LADDI - Austurstræti.
Kristín Á. Ólafsdóttir - Komu engin skip í dag?.
Ekdahl, Lisa - Vem vet.
Burg, Lou van - Katerina.
Bill Withers - Grandma's Hands.
Beatles, The - I'm looking through you.
EGÓ - Móðir.
Marley, Bob, Marley, Bob & The Wailers - Back out.
NORAH JONES - Don't Know Why.
Gore, Lesley - You don't own me.
Kneecap - Get Your Brits Out.
Berry, Chuck - Sweet little sixteen.
Andrew Oldham Orchestra, The - The Last Time.
MADNESS - Embarrassment.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Stjórnandi gerði gys að Vansa og vitleysingunum og spilaði af því tilefni grænlenska poppmúsík. Kántrý, íslenskt og auðvitað engilsaxnext var þó í burðarhlutverkum í þetta sinn. S
Útvarpsfréttir.
Leitað er í kappi við tímann í húsarústum í Myanmar og í Taílandi eftir jarðskjálftann mikla á föstudag. Sautján hundruð hafa fundist látnir. Fólk finnst enn á lífi í húsarústum.
Björgunarsveitir á Suðurlandi komu tveimur hópum til hjálpar á Eyjafjöllajökli í gær. Gönguskíðafólk og hópur jeppamanna lentu í vanda vegna mjög mikillar úrkomu sem hóparnir bjuggust ekki við.
Kísilverin hér á landi flytja inn yfir hundrað þúsund tonn af timbri á ári. Skapa mætti mikil verðmæti með aukinni skógrækt, segir sérfræðingur hjá Landi og skógi. Kísilverin gætu talist kolefnishlutlaus ef viðarkol yrðu notuð í stað þeirra hefðbundnu.
Tilraunaflug evrópsku geimferjunnar Spectrum misheppnaðist. Hún hrapaði til jarðar skömmu eftir að henni var skotið á loft frá Norður-Noregi.
Fjöldi bóka er gefinn út hér á landi sem eru þýddar með hjálp þýðingarvélar. Formaður Bandalags þýðenda og túlka segir þetta varhugaverða þróun.
Það eimir enn eftir af vetri og kröpp lægð gengur yfir suðvestanvert landið eftir hádegi. Hviður gætu náð allt að fjörutíu metrum á sekúndu á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli en veðrið gengur fljótt niður.
Valur getur í dag orðið fyrsta íslenska kvennaliðið til að komast í úrslit Evrópukeppni í handbolta.
Rúnar Róberts í huggulegum sunnudagsgír með mikið af tónlist frá níunda áratugnum, "Eitís".
Topplagið 30. mars 1981 í Bandaríkjunum var lagið Rapture með Blondie, plata Huey Lewis & The News, Fore! frá 1986 var "eitís" plata vikunnar og heyrðum við tvö lög af henni. Norður írinn Van Morrison átti Nýjan ellismell vikunnar af nýrri plötu sem er væntanleg í júní, hans 47! Lagið sem við heyrðum heitir Down to joy.
Lagalisti:
Páll Óskar - Söngur Um Lífið.
Eagle Eye Cherry - Save Tonight.
Benson Boone - Sorry I'm Here For Someone Else.
Santana - Black Magic Woman.
Elín Hall og Raven - fyllt í eyðurnar (lifandi flutningur í Hljóðrita).
Depeche Mode - Where's The Revolution.
Blondie - Rapture.
Auður - Sofðu rótt.
Nathaniel Rateliff and The Night Sweats - S.O.B..
Johnny Nash - I Can See Clearly Now.
Dexy's Midnight Runners - Come on Eileen.
Coldplay - Clocks.
K.D Lang. - Constant craving.
Kristín Sesselja - Exit Plan.
Grover Washington Jr. ásamt Bill Withers - Just The Two Of Us.
GDRN - Næsta líf.
Suzanne Vega - Luka.
Daði Freyr - I'm not bitter.
14:00
CeaseTone - Only Getting Started.
Paul Simon - You Can Call Me Al.
Morgan Wallen - Love Somebody.
Eric Clapton - Layla (MTV unplugged).
U2 - Where The Streets Have No Name.
Tame Impala - The Less I Know The Better.
Eyþór Ingi - Hugarórar.
Huey Lewis & The News - Stuck With You.
Huey Lewis & The News - Hip To Be Square.
Robbie Williams - Feel.
Adel the Second - The Unluckiest Boy Alive.
Supertramp - The Logical Song.
15:00
JÓNFRÍ - Andalúsía.
Whitney Houston - Saving All My Love For You.
Alex Warren - Ordinary.
Fontaines D.C. - Favourite.
Paul McCartney & Wings - Live And Let Die.
Van Morrison - Down To Joy.
Mono Town - The Wolf.
The Who - Who Are You.
Prince - U Got The Look.
Stephen Sanchez - Until I Found You.
Glass Animals - Heat Waves.
Sting - Englishman in New York.
Skítamórall - Drakúla (Afmælistónleikar 8.okt 2009).
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Steinar Berg Ísleifsson hlaut á dögunum heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir ævistarf sitt.
Steinar var áratugum saman einn mikilvægasti maðurinn í tónlistarlífinu á Íslandi.
Hann gaf út fyrstu plötu Stuðmanna- Sumar á Sýrlandi. Hann fór með Mezzoforte til Englands. Hann gaf út fyrstu 10 plötur Bubba Morthens og svo Nýdönsk, Todmobile, Sálina hans Jóns Míns, Jet Black Joe og fleira og fleira.
Hann rak plötubúðir og flutti inn erlendar plötur, var í fararbroddi í íslensku tónlistraútrásinni og tónlistarhátíðahaldi á Íslandi. Hann er fylginn sér og hefur oft séð möguleika þegar aðrir sáu ekki. Síðustu 20 árin hefur Steinar einbeitt sér að ferðaþjónustu í Fossatúni í Borgarfirði – og hann hefur líka skrifað bækur og lög. Steinar Berg er er þúsundþjalasmiður. Hann var gestur Rokklands fyrir viku og í dag er framhald - seinni hlutinn.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Einar Karl Pétursson og Björk Magnúsdóttir.
Tónlistarmaðurinn Oddweird kom til okkar og sagði okkur frá plötunni sinni Daydream Deluxe sem kom út í byrjun mars. Við spjölluðum um sköpunarferlið, dagdrauma hans og muninn á því að semja aleinn og að koma svo fram með hljómsveit.
Í seinni hluta þáttarins kíkti svo Hjalti Jón til okkar en hann er prestur sem semur tónlist í frítíma sínum. Hann hefur gefið út tvær stuttskífur og eina plötu á árinu og stefnir á að gefa út enn meira. Hann sagði okkur frá þessum skífum, tónlist fyrir það eitt að semja tónlist og mörgu öðru áhugaverðu.
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
Johnny Blaze & Hakki Brakes, Mr. Silla - Miðstöðin
dóttir.x - on ur mind
Matching Drapes - Little Man
Agnes Ea - Arterier
Rósa Guðrún Sveinsdóttir - Fuglinn
Oddweird - Intro
Oddweird - Daydream Deluxe
Oddweird - Grúfblaster
Oddweird - Joint is Jumpin’
Oddweird - The Hepcat Ate the Jitterbug
Hera Lind - someday
Jóna Palla - Better Ways
Laglegt - þokan / allir veggir (zoom demo)
Hjalti Jón - As I walk on past
Hjalti Jón - For all of my friends
Hjalti Jón - TREMBLING LIKE A TURTLE, SINGING LIKE A SEABIRD
Hjalti Jón - ONE DAY
Hekla - Kyrrð
Snæbjörn Helgi Arnarsson Jack - þú elskar að hlusta á tónlist
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Í þessari viku í Plötu vikunnar kynnum við nýju plötuna Reykjavík Syndrome frá Spacestation – hljómsveit sem sækir innblástur í klassískt rokk, en nálgast það á ferskan hátt. Platan fangar hráa og lifandi orku hljómsveitarinnar, og við fáum að kynnast bæði bakgrunninum og framtíðaráformum þeirra í tónlistinni.