07:03
Morgunútvarpið
5. mars -Loðnan, hagræðingin, alþjóðaviðskipti í tollastríði o.fl..
MorgunútvarpiðMorgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Páll Snorrason, framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Eskju á Eskifirði, verður á línunni í upphafi þáttar en í upphafi viku var greint frá því að öll von væri úti um meiri loðnu.

Á hugvísindaþingi í vikunni verður fjallað um þróun í íslenskum svæðisbundnum framburði. Við ræðum við þrjú af þeim sem koma að þeim rannsóknum: Ásgrím Angantýsson, Evu Hrund Sigurjónsdóttur og Ásu Bergný Tómasdóttur.

Björn Berg Gunnarsson ræðir um fjármál heimilisins.

Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verða gestir okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum tillögur um hagræðingu í ríkisrekstri sem birtar voru í gær.

Framkoma Trumps í garð Zelensky snertir ramma taug hjá Pólverjum. Það segir í það minnsta Lech Wałęsa, fyrrum forseti Póllands sem hefur skrifað opið bréf þar sem hann og fleiri vara við líkindum framkomunnar og yfirheyrslum öryggisþjónustunnar úr sölum kommúnistadómstóla. Við ræðum við Margréti Adamsdóttur fréttamann RÚV.

Við ræðum alþjóðaviðskipti eftir að Donald Trump lagði ofurtolla á helstu viðskiptaríki Bandaríkjanna. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka fer yfir stöðuna með okkur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,