Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, var fyrsti gestur okkar í dag. Beðið er eftir enn einu eldgosinu en bæjarstjórnin lætur það lítið á sig fá. Nú er verið að pakka saman skrifstofum bæjarins í Tollhúsinu í Reykjavík og eftir helgi verða þær opnaðar á ný í Grindavík. Starfandi fólki og fyrirtækjum fjölgar í bænum, en óvissan er enn mikil.
Ráðamenn hafa flestir verið diplómatískir í gagnrýni á framgöngu Trumps og Vance gagnvart Zelensky á fundinum fræga í Hvíta húsinu á föstudag. Lech Walesa, fyrrverandi pólitískur fangi og seinna forseti Póllands, sparaði hins vegar ekki stóru orðin. Hann fylltist hryllingi og viðbjóði og lýsti því í opnu bréfi til Bandaríkjaforseta. Við töluðum um bréfið og Walesa við Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Varsjá.
Svo eru það bankarnir og bankakerfið. Snorri Jakobsson greinandi ræddi við okkur um afkomu bankanna, rekstrarkostnað, möguleika á hagræðingu og sitthvað fleira.
Tónlist:
Lester Young ofl. - Back home in Indiana.
Norah Jones - Wake me up.
Dolly Parton - Southern Accents.


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Anna er framkvæmdastjóri Endó samtakanna og segir frá sjúkdómnum, en samtökin veita stuðning og uppfræða samfélagið um sjúkdóminn og stuðla að auknum skilningi og bættri heilbrigðisþjónustu fyrir það fók sem við hann glímir.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Fæðingartíðni hefur lækkað víðast hvar í heiminum á síðustu áratugum. Ari Klængur Jónsson, nýdoktor og verkefnastjóri við Félagsvísindastofnun, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá nýrri rannsókn þar sem rýnt er í fæðingartíðni á Íslandi út frá ýmsum þáttum, þar á meðal tekjum og uppruna. Í rannsókninni er lesið í mögulegar ástæður fyrir fallandi fæðingartíðni á Íslandi og í fyrsta sinn skoðuð fæðingatíðni innflytjenda á Íslandi. Ari Klængur sagði okkur frá þessari merkilegu rannsókn og hversu flókið það er að lesa í niðurstöðurnar.
Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi er nú að hefjast og hópur landsmanna mun á næstu dögum fá boð um að taka þátt í skimun. Til að byrja með verður um 200 manns boðin þátttaka í prufuhópi en almennar skimanir munu hefjast um leið og prófunum lýkur. Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi, um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Ólíkt öðrum skimununum þarf fólk ekki að fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að taka sýni. Sýnið er sett í póst eða skilað á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Við ræddum við Ágúst Inga Ágústsson, yfirlækni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í þættinum.
Tónlist í þættinum í dag:
Síminn / Halli og Laddi (Scharfenberger, texti Haraldur Sigurðsson)
Bara rólegan æsing / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)
Where Do You Go to My Lovely / Peter Sarstedt (Peter Sarstedt)

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Formaður BSRB segir að það jafngildi stríðsyfirlýsingu ef reynt verður að fella á brott ákvæði um að áminna þurfi opinbera starfsmenn áður en til uppsagnar kemur. Starfshópur um hagræðingu í ríkisrekstri leggur það til.
Donald Trump ítrekaði áhuga sinn á Grænlandi í metlangri stefnuræðu í Bandaríkjaþingi í gær. Það virðist komin þýða í samskipti hans og forseta Úkraínu en hernaðarstuðningur er enn á ís.
Leiðtogaráð Evrópusambandsins undirbýr milljarða evra stuðning við Úkraínu. Tvö ríki sambandsins eru því mótfallin. Ganga á frá málinu á leiðtogafundi á morgun.
Mikilvægt er að fjölga meðferðarheimilum fyrir börn með fjölþættan vanda, segir barnamálaráðherra. Fjöldi barna fær ekki nauðsynlega þjónustu.
Nýr meirihluti tilkynnti, í fyrstu aðgerðaáætlun sinni á borgarstjórnarfundi í gær, að fyrirtækjaleikskólar væru ekki á dagskrá. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta mikil vonbrigði.
Syngjandi furðurverur eru á ferð um borg og bý og skólastarf er víða skert á öskudaginn.
Ísland spilar í Póllandi á Evrópumóti karla í körfubolta í sumar. Íslenskir aðdáendur geta keypt miða í forsölu.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í hvert sinn sem Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands minnist á transfólk í opinberri umræðu fær yfir sig holskeflu af hatursfullum athugasemdum. Guðrún á sjálf transbarn og segir augljóst bakslag í mannréttindabaráttu transfólks. Undir það tekur baráttukonan Ugla Stefanía sem hefur vanist grimmilegu áreiti í áraraðir. Þorbjörg Þorvaldsdóttir hjá Samtökunum 78 segir þróunina ógnvænlega. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Strandlengja Íslands er 5000 kílómetrar að lengd og stjórnvöld hafa síðastliðin fjögur ár unnið að því að hreinsa hana með markvissum hætti. Fyrirtækjum og félagasamtökum býðst að sækja um styrk til þess að taka að sér ákveðinn hluta strandlengjunnar, ganga fjörur og tína netadræsur og annað plastrusl. Átakið er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í plastmálefnum og nú er lokaár þess runnið upp. Hvernig hefur gengið? Við ætlum að ræða það við Sóleyju Bjarnadóttur, sérfræðing í Teymi hafs og vatns hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Í dag halda Stígamót upp á 35 ára afmæli, og af því tilefni er ýmislegt spennandi á döfinni: málþing, bíósýningar og ýmislegt fleira. Í dag förum við aðeins yfir þriggja og hálfs áratuga baráttu Stígamóta gegn ofbeldi, hugum jafnvel að framtíðinni í þeim málum, og fáum til okkar Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, og Parísi Önnu Bergmann, unga baráttukonu gegn ofbeldi.
Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í vísindaspjall í lok þáttar. Þar verða krúttleg dýr í fyrirrúmi, krúttleg dýr í krísu.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Kvintett Red Garland - Solitude.
Foster, Ruthie - Heartshine.
Mezzoforte - Waves.
Anna Gréta Sigurðardóttir - Imaginary unit.
Vliet, Jeroen van, Smits, Koen, Gulli Gudmundsson - Philip.
Marre, Michel, Mazur, Marilyn, Tchicai, John, Zeuthen, Jesper, Rasmussen, Hugo, Dørge, Pierre, Clausen, Bent, Becker, Irene, Gouirand, Doudou, Agerholm, Kenneth, New Jungle Orchestra, Neergaard, Niels, Carlsen, Morten, Dyani, Johnny 'Mbizo', Dyani, Thomas - Dawda's dream.
Riedel, Georg, Johansson, Jan - Visa från Utanmyra.
Marína Ósk, Sunna Gunnlaugsdóttir - Ástakvæði.
Ásgeir Ásgeirsson - Wlf.
Ari Bragi Kárason - Always and Forever.
Tónlist, ljóð og viðtöl úr safni útvarpsins.
Einsöngslög flutt af Magnúsi Jónssyni og ættjarðarlög útsett fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Endurfluttir eru tveir frásöguþættir eftir Stefán Lýð Jónsson, fræðslustjóra, sem upphaflega voru fluttir í barnatíma útvarpsins árið 1946. Fyrri þátturinn fjallar um þjóðsöguna um fyrstu búsetu á Hólsfjöllum. Síðari þátturinn er einskonar landafræði um leið og lýst er ferðalagi með bíl frá Reyðarfirði norður yfir Möðrudalsöræfi til Húsavíkur og síðan til Akureyrar.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Hennar rödd eru félagasamtök stofnuð af þeim Chanel Björk Sturludóttir og Elínborgu Kolbeinsdóttur með það að markmiði að vekja athygli á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Innblástur verkefnisins kom frá Letetia B. Jonsson, móður Chanel, en hún er af jamaískum og breskum uppruna og bjó hér á landi fyrir um það bil 10 árum síðan og tók virkan þátt í samfélagi kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og vildi miðla sögum þeirra. Samtökin Hennar rödd hafa frá árinu 2018 staðið fyrir pallborðsumræðum og ráðstefnum þar sem mál erlendra kvenna á íslandi eru í brennidepli en í ár, í samstarfi við Elinóru Guðmundsdóttur hjá bókaútgafunni Vía, gefa þær út veglega bók þar sem raktar eru sögur rúmlega þrjátíu kvenna af erlendum uppruna sem búa hér á landi.
Í þættinum segja þær Elínborg og Elinóra frá bókinni; Hennar rödd: sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. En þar á eftir rekja tvær konur sem koma fyrir í verkinu sínar sögur, þær Marvi og Jóhanna.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Spennuþættirnir Day of the Jackal með Eddie Redmayne í aðalhlutverki njóta nokkurra vinsælda um þessar mundir. Brynja Hjálmsdóttir rýnir í þættina og hefur sterkar skoðanir.
Við höldum áfram að velta fyrir okkur risum hafsins, hvölum. Að þessu sinni heyrum við í Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, tónskáldi, sem hefur unnið tónverk innblásið af hljóðum hvölum.
Íranska myndasagan Persepolis kom út í íslenskri þýðingu nú í haust. Lóa ræðir við Kjartan Orra Þórisson Íranssérfræðing um þessa mögnuðu myndasögu.
Fréttir
Fréttir
Húnvetningar segja hópuppsögn í sláturhúsinu á Blönduósi reiðarslag. Tuttugu og þremur af tuttugu og átta starfsmönnum SAH-kjötafurða var sagt upp störfum. Mörgum spurningum er enn ósvarað.
Ný skýrsla Viðskiptaráðs segir að umsvif einkarekinna fjölmiðla á Íslandi hafa minnkað en umsvif hins opinbera aukist á fjölmiðamarkaði undanfarin ár.
Stjórnarandstæðingar segja tillögur starfshóps forsætisráherra um hagræðingu í ríkisrekstri lítt útfærðar og upphæðina ekki háa miðað við heildarumfangið.
Samkomulag hefur náðst um áframhaldandi friðarviðræður milli Úkraínu og Bandaríkjanna. Ekki liggur fyrir hvort það nægi til að Bandaríkin afturkalli ákvörðun um að hætta hernaðarstuðningi við Úkraínu.
Hæstiréttur Bandaríkjanna sló á hendur Bandaríkjaforseta sem vildi frysta tveggja milljarða dala stuðning við erlendar hjálparstofnanir. Þetta er fyrsta tilskipun forsetans sem kemur til kasta hæstaréttar.
Malta þarf að breyta nafni og texta Eurovision-lags eftir að EBU setti út á tvíræðni. Flytjandinn segist hvergi af baki dottin.
Umsjón: Þorgils Jónsson og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Donald Trump fór mikinn í stefnuræðu sinni á Bandaríkjaþingi í gær, þar sem hann talaði lengur en nokkur annar Bandaríkjaforseti hefur gert við slíkt tækifæri, hartnær 100 mínútur. Um alþjóðamál talaði forsetinn tiltölulega lítið. Hann minntist þó á mikilvægi þess að Bandaríkin fengju full yfirráð yfir Grænlandi og Úkraínustríðið nefndi hann nánast í framhjáhlaupi. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrverandi utanríkisráðherra og starfsmann Sameinuðu þjóðanna um ólgu á alþjóðasviðinu eftir embættistöku Donalds Trump.
Hagræðingarhópur forsætisráðherra skilaði sextíu tillögum til forsætisráðherra í gær. Komist þær til framkvæmda gæti ríkið sparað sér 71 milljarð næstu árin. Það á að sameina stofnanir, hætta að borga handhöfum forsetavalds og breyta regluverki en ekki var snert á þeim atriðum sem talin voru hápólítísk, eins og RÚV og ÁTVR. Freyr Gígja Gunnarsson leitaði álits formanna tveggja stjórnarandstöðuflokka á tillögunum, þeirra Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Í þættinum í dag ætlum við að fá að vita allt um íslensk skrímsli. Við heyrum ótrúlegar sögur frá Þorvaldi Friðrikssyni fréttamanni og skrímslafræðingi.
Hvað er skrímsli? Hvar búa þau? Hvernig líta þau út? Hvernig vitum við það? Af hverju vitum við svona lítið um þau samt sem áður? Hvað er hafmaður? En fjörulalli? Eru þau vond?
Öllum þessum spurningum og fleiri til verður svarað í þætti dagsins.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun fra tónleikum barokktónlistarhópsins lautten compagney BERLIN og Asyu Fateyjevu saxófónleikara á Rheingau tónlistarhátíðinni í Þýskalandi í júlí sl.
Tónleikarnir báru yfirskriftina „ABBA hittir Rameau“ og á efnisskránni voru verk eftir Jean-Philippe Rameau og þekkt lög hljómsveitarinnar ABBA í útsetningum eftir Bo Wiget.
Stjórnandi: Wolfgang Katschner.
Umsjón : Melkorka Ólafsdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Strandlengja Íslands er 5000 kílómetrar að lengd og stjórnvöld hafa síðastliðin fjögur ár unnið að því að hreinsa hana með markvissum hætti. Fyrirtækjum og félagasamtökum býðst að sækja um styrk til þess að taka að sér ákveðinn hluta strandlengjunnar, ganga fjörur og tína netadræsur og annað plastrusl. Átakið er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í plastmálefnum og nú er lokaár þess runnið upp. Hvernig hefur gengið? Við ætlum að ræða það við Sóleyju Bjarnadóttur, sérfræðing í Teymi hafs og vatns hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Í dag halda Stígamót upp á 35 ára afmæli, og af því tilefni er ýmislegt spennandi á döfinni: málþing, bíósýningar og ýmislegt fleira. Í dag förum við aðeins yfir þriggja og hálfs áratuga baráttu Stígamóta gegn ofbeldi, hugum jafnvel að framtíðinni í þeim málum, og fáum til okkar Drífu Snædal, talskonu Stígamóta, og Parísi Önnu Bergmann, unga baráttukonu gegn ofbeldi.
Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í vísindaspjall í lok þáttar. Þar verða krúttleg dýr í fyrirrúmi, krúttleg dýr í krísu.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Fæðingartíðni hefur lækkað víðast hvar í heiminum á síðustu áratugum. Ari Klængur Jónsson, nýdoktor og verkefnastjóri við Félagsvísindastofnun, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá nýrri rannsókn þar sem rýnt er í fæðingartíðni á Íslandi út frá ýmsum þáttum, þar á meðal tekjum og uppruna. Í rannsókninni er lesið í mögulegar ástæður fyrir fallandi fæðingartíðni á Íslandi og í fyrsta sinn skoðuð fæðingatíðni innflytjenda á Íslandi. Ari Klængur sagði okkur frá þessari merkilegu rannsókn og hversu flókið það er að lesa í niðurstöðurnar.
Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi er nú að hefjast og hópur landsmanna mun á næstu dögum fá boð um að taka þátt í skimun. Til að byrja með verður um 200 manns boðin þátttaka í prufuhópi en almennar skimanir munu hefjast um leið og prófunum lýkur. Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi, um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Ólíkt öðrum skimununum þarf fólk ekki að fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að taka sýni. Sýnið er sett í póst eða skilað á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Við ræddum við Ágúst Inga Ágústsson, yfirlækni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í þættinum.
Tónlist í þættinum í dag:
Síminn / Halli og Laddi (Scharfenberger, texti Haraldur Sigurðsson)
Bara rólegan æsing / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)
Where Do You Go to My Lovely / Peter Sarstedt (Peter Sarstedt)
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Spennuþættirnir Day of the Jackal með Eddie Redmayne í aðalhlutverki njóta nokkurra vinsælda um þessar mundir. Brynja Hjálmsdóttir rýnir í þættina og hefur sterkar skoðanir.
Við höldum áfram að velta fyrir okkur risum hafsins, hvölum. Að þessu sinni heyrum við í Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, tónskáldi, sem hefur unnið tónverk innblásið af hljóðum hvölum.
Íranska myndasagan Persepolis kom út í íslenskri þýðingu nú í haust. Lóa ræðir við Kjartan Orra Þórisson Íranssérfræðing um þessa mögnuðu myndasögu.