12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 5.mars 2025
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Formaður BSRB segir að það jafngildi stríðsyfirlýsingu ef reynt verður að fella á brott ákvæði um að áminna þurfi opinbera starfsmenn áður en til uppsagnar kemur. Starfshópur um hagræðingu í ríkisrekstri leggur það til.

Donald Trump ítrekaði áhuga sinn á Grænlandi í metlangri stefnuræðu í Bandaríkjaþingi í gær. Það virðist komin þýða í samskipti hans og forseta Úkraínu en hernaðarstuðningur er enn á ís.

Leiðtogaráð Evrópusambandsins undirbýr milljarða evra stuðning við Úkraínu. Tvö ríki sambandsins eru því mótfallin. Ganga á frá málinu á leiðtogafundi á morgun.

Mikilvægt er að fjölga meðferðarheimilum fyrir börn með fjölþættan vanda, segir barnamálaráðherra. Fjöldi barna fær ekki nauðsynlega þjónustu.

Nýr meirihluti tilkynnti, í fyrstu aðgerðaáætlun sinni á borgarstjórnarfundi í gær, að fyrirtækjaleikskólar væru ekki á dagskrá. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta mikil vonbrigði.

Syngjandi furðurverur eru á ferð um borg og bý og skólastarf er víða skert á öskudaginn.

Ísland spilar í Póllandi á Evrópumóti karla í körfubolta í sumar. Íslenskir aðdáendur geta keypt miða í forsölu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,