19:00
Tónleikakvöld
ABBA hittir Rameau
Tónleikakvöld

Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.

Hljóðritun fra tónleikum barokktónlistarhópsins lautten compagney BERLIN og Asyu Fateyjevu saxófónleikara á Rheingau tónlistarhátíðinni í Þýskalandi í júlí sl.

Tónleikarnir báru yfirskriftina „ABBA hittir Rameau“ og á efnisskránni voru verk eftir Jean-Philippe Rameau og þekkt lög hljómsveitarinnar ABBA í útsetningum eftir Bo Wiget.

Stjórnandi: Wolfgang Katschner.

Umsjón : Melkorka Ólafsdóttir

Var aðgengilegt til 04. apríl 2025.
Lengd: 1 klst. 27 mín.
,