15:03
Perlur
Perlur

Tónlist, ljóð og viðtöl úr safni útvarpsins.

Einsöngslög flutt af Magnúsi Jónssyni og ættjarðarlög útsett fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Endurfluttir eru tveir frásöguþættir eftir Stefán Lýð Jónsson, fræðslustjóra, sem upphaflega voru fluttir í barnatíma útvarpsins árið 1946. Fyrri þátturinn fjallar um þjóðsöguna um fyrstu búsetu á Hólsfjöllum. Síðari þátturinn er einskonar landafræði um leið og lýst er ferðalagi með bíl frá Reyðarfirði norður yfir Möðrudalsöræfi til Húsavíkur og síðan til Akureyrar.

Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.

(Áður á dagskrá 1998)

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,