22:05
PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar
Party Zone 3. janúar
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Fyrsti þáttur á nýju dansári verður stuð. Byrjum þáttinn á að handvelja nokkur glæný lög frá öllum heimshornum þar á meðal tvö íslensk. Múmía kvöldsins er 35 ára rave klassík en hún var í 4.sæti árslista þáttarins 1990. Í seinni hluta þáttarins ætlum við að rifja upp nokkrar eftirminnilegar DJ heimsóknir frá árinu sem leið en betri plötusnúðar þessa lands venja komur sínar í þáttinn. Við spilum búta úr settum frá plötusnúðum eins og Óla Dóra, Danna Bigroom og Björn Salvador, Tomma White og Evu Lunu. Dansárið 2025 komið á fullt þó svo séum svolítið að líta um öxl í fyrstu þáttum ársins.

Er aðgengilegt til 03. janúar 2026.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,