17:03
Endastöðin
Áramótaskaupið, útvarpsleikhúsið og Vigdís
Endastöðin

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Gestir Júlíu Margrétar Einarsdóttur og Júlíu Aradóttur voru Hallgrímur Helgason rithöfundur og tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson. Í þættinum var litið um öxl, rætt um áramótaheit, plönin fyrir nýja árið auk þess sem farið var yfir menningarneyslu vikunnar. Við töluðum um Við sjáum ykkur ekki í myrkrinu, nýtt heimildarleikhús í útvarpi eftir Kristínu Eiríksdóttur þar sem hún ræðir við fólk frá Palestínu sem segir frá lífinu þar, hörmungum í heimalandinu og átakanlegu ferðalagi sem endaði á Íslandi við illan leik. Þá var talað um nýjan þátt úr smiðju Vesturports um ævi Vigdísar Finnbogadóttur og auðvitað þrætuepli vikunnar - Skaupið.

Er aðgengilegt til 03. janúar 2026.
Lengd: 50 mín.
,