07:03
Morgunvaktin
Nýr fjármálaráðherra, börn á átakasvæðum og píanókonsertar
MorgunvaktinMorgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Ný ríkisstjórn segir það sitt fyrsta verk að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta, með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Við spurðum nýjan fjármálaráðherra, Daða Má Kristófersson, um þetta og fleira.

Árið í fyrra var á flesta mælikvarða það versta fyrir börn á átakasvæðum, samkvæmt tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Við ræddum um stöðu barna í heiminum og útlitið fyrir 2025 þegar Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kom í þáttinn.

Og í síðasta hluta þáttarins lyftum við andanum. Magnús Lyngdal Magnússon kom með fallega píanókonserta með sér í dag.

Tónlist:

Joshua Redman, Gabrielle Cavassa - Do You Know What It Means To Miss New Orleans?.

Joshua Redman, Gabrielle Cavassa - Where Are You?.

Aaron Parks - Flyways.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,