07:03
Morgunútvarpið
3. jan - Stjórnmálin, stöðugleikareglur og neytendur
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Eftir ólifnaðinn sem fylgir jólunum er marga farið að klæja í fingurna að taka sig á í mataræði og hreyfingu á þessu nýja ári. En hvernig förum við sem best af stað? Ragnhildur Þórðardóttir veit helling um það. Við heyrum í henni.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum útsölur og afslætti eftir hátíðirnar.

Arnaldur Sölvi Kristjánsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræðir við okkur um það sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál og hvort líklegt þyki að árangur náist hratt í baráttunni við verðbólgu og vexti.

Við höldum síðan áfram að ræða stjórnmálin, í þetta skiptið við Andrés Jónsson, almannatengil.

Lilja Alfreðsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir koma til okkar í lok þáttar.

Er aðgengilegt til 03. janúar 2026.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,