07:03
Morgunútvarpið
6. nóv -Niðurstöður kosninga USA krufðar o.fl.
Morgunútvarpið

Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur og sérfræðingur í málefnum Bandaríkjanna, rýnir í stöðu mála í Bandaríkjunum.

Inga Hlíf Melvinsdóttir hjartalæknir er búsett í Washington DC ásamt fjölskyldu sinni. Við heyrum í henni.

Kjarabarátta kennara er farin að bíta við í samfélaginu. Þokast ekkert áfram? Magnús Þór Jónsson formaður KÍ ræðir við okkur um stöðuna.

Niðurstöður kosninganna vestanhafs hafa auðvitað víðtæk áhrif, þar á meðal á fjármálamarkaði, sem við rýnum í með Snorra Jakobssyni, hagfræðing hjá Jakobsson Capital.

Við höfum fylgst grant með þróun mála á stærstu hópsýkingu sem upp hefur komið af E-coli hér á landi. Það er orðið augljóst hve miklum skaða bakterían getur valdið en hvað nákvæmlega er þetta? Við ræðum við Karl G. Kristinsson prófessor í sýklafræði og fyrrum yfirlæni á sýklafræðideild Landspítala.

Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, verður á línunni hjá okkur í lok þáttar en hann er staddur á kosningavöku Repúblikanaflokksins í Bucks County í Pennsylvaníu.

Er aðgengilegt til 06. nóvember 2025.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,