20:30
Samfélagið
Afdrifaríkt ár í lífi mæðgna frá Grindavík, kórmótmæli við menningar- og viðskiptaráðuneytið
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Nú styttist í að ár verði liðið frá því ólgan undir Grindavík náði nýjum hæðum og bærinn var rýmdur í skyndi. Í fyrra ræddi Samfélagið við mæðgurnar Lillý og Sjönu - Lillý er hársnyrtimeistari og rak stofu í Grindavík, Sjana bjó á elliheimilinu Víðihlíð. Í dag förum við aftur í heimsókn til þeirra, lítum yfir farinn veg og heyrum hvernig þeim reiddi af í nýjum aðstæðum fjarri Grindavík.

Fyrir um tveimur mánuðum var stofnaður svokallaður samstöðukór fyrir Palestínu; sem samanstendur af fólki sem hefur síðan komið saman alla miðvikudagsmorgna til að syngja fyrir utan ráðuneyti og krefjast þess að stjórnvöld beiti sér gegn þjóðarmorðinu á Gaza. Samfélagið mætti á eitt af fyrstu mótmælaviðburðum kórsins en ýmislegt hefur breyst síðan. Ríkisstjórnin er sprungin, búið er að skipta út ráðherrum í nokkrum ráðuneytum og boða til kosninga. En kórinn syngur áfram. Við brugðum okkur niður í bæ þar sem kórinn kom saman fyrir utan skrifstofur menningar- og viðskiptaráðuneytisins til að freista þess að syngja fyrir Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra.

Tónlist og stef úr þætti:

GRINDAVÍK ft. Daddi Willard - Og þeir skora (Grindavíkurlagið).

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 58 mín.
e
Endurflutt.
,