12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 6. nóvember 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Donald Trump verður forseti öðru sinni eftir sannfærandi sigur á Kamölu Harris í kosningunum í Bandaríkjunum. Horfur eru á að Repúblíkanar fái meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings.

Ný gullöld er framundan, sagði Trump í sigurræðu í nótt. Hann hvatti þjóðina til að standa með sér og gera Bandaríkin stórfengleg á ný. Hann ætlar ekki að unna sér hvíldar fyrr en honum tekst að styrkja Bandaríkin.

Forseti Úkraínu var meðal fyrstu þjóðarleiðtoga sem óskuðu Trump til hamingju í morgun og vonar að sanngjarnt friðarsamkomulag sé í augsýn fyrir Úkraínu. Hugmyndir varaforsetaefnis Trumps benda til annars.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra treystir því að Bandaríkjamenn standi áfram við sínar skuldbindingar í varnarmálum.

Alþjóðlegir fjármálamarkaðir tóku kipp upp á við eftir að úrslit kosninganna urðu ljós. Bandaríkjadalur styrktist umtalsvert. Fyrstu viðbrögð á markaði hér eru á sömu nótum.

Héraðsdómur dæmdi konu í morgun í átján ára fangelsi fyrir að bana sex ára syni sínum og tilraun til að bana eldri bróður hans.

Veðurstofan varar við stormi á Vestfjörðum og norðanverðu landinu á morgun.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,