Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Tónskáldið Wolfgang Amadeus Mozart fæddist árið 1756. Hann var því uppi á tíma Upplýsingarinnar svokölluðu, en hún fólst í breyttum viðhorfum sem margir heimspekingar, rithöfundar og stjórnmálamenn boðuðu á 18. öld. Þekking og vísindi áttu að koma í staðinn fyrir hjátrú eða trúarkreddur, miskunnsemi og mannúð átti að koma í stað grimmilegra refsinga, og einnig var boðað aukið frelsi og jafnrétti. Viðhorf Upplýsingarstefnunnar setja svip sinn á margar af tónsmíðum Mozarts og má þar til dæmis nefna óperurnar "Brúðkaup Fígarós", "La clemenza di Tito" og "Töfraflautuna". Í þættinum verða leiknar tónsmíðar eftir Mozart þar sem finna má áhrif frá Upplýsingarstefnunni. Einnig verður fjallað um kynni Magnúsar Stephensen af óperunni "Töfraflautunni" árið 1826, en Magnús var einmitt helsti forkólfur Upplýsingarstefnunnar á Íslandi. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Gunnar Hansson.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Biðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu er langur á flestum eða öllum stöðum sem veita slíka þjónustu, aðgengi er ekki sérlega opið og samvinna ekki nægilega góð. Sjálfstætt starfandi geðlæknum fækkar um einn til tvo á ári og ef fram heldur sem horfir mun starfsemi þeirra leggjast af að mestu á innan við áratug. Þetta segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir, sem ræddi vandann og líka hvað er til ráða.
Sólarkaffi er haldið þessa dagana, sums staðar er það að baki, annars staðar fram undan. Í sólarkaffi er því fagnað að sólin er tekin að sjást í þröngum og djúpum fjörðunum fyrir austan og vestan. Og aldeilis ástæða til. Sólin hefur áhrif á geðslag sumra. Við spjölluðum um sólarganginn í dag og spurðum meðal annars: Hvenær vöknum við í björtu? Sigríður Kristjánsdóttir hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness kann þessi fræði og sagði okkur frá.
Svo var það sígilda tónlistin. Að þessu sinni lék Magnús Lyngdal fyrir okkur brot úr óperum Puccini og sagði okkur frá tónskáldinu sem kunni þá list betur en flestir að semja fallegar og grípandi laglínur.
Tónlist:
Mugison - Sólin er komin.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Annar þáttur um suðurafríska auðjöfurinn Elon Musk. Í þessum þætti er fjallað um flutning hans til Kanada og síðar Bandaríkjanna og fyrstu skref í fyrirtækjarekstri.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Anna Leif Auðar Elídóttir safnafræðingur af kynslóð X.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Útvarpsfréttir.
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Útvarpsfréttir.
Heimsendir hefur hlotið mikla umfjöllun í bókmenntum frá örófi alda og hver kynslóð fundið honum stað innar sinnar heimsmyndar. Goðsögur, ljóð, smásögur, vísindarit, vísindaskáldsögur og barnabækur taka fyrir þetta ógnvænlega umfjöllunarefni, fjalla um aðdragandann og það sem hugsanlega tekur við. Í þremur þáttum verður tekist á við spurninguna hvers vegna heimsendir er okkur svona hugleikinn og fjallað um ýmis einkenni heimsendabókmennta gegnum tíðina. Lesari í þáttunum er: Sigurður H. Pálsson. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir
Í öðrum þætti verður fjallað um heimsendi af mannavöldum og þá ógn sem stafar af stríðsbrölti og tæknifikti. Ótti, samviskubit og vonbrigði yfir mannlegu eðli einkenna bókmenntir sem fást við manngerðan heimsendi, til dæmis Salamöndrustríðið eftir Karel Capek. Í þeirri bók má þó einnig sjá að flestir höfundar neita að gefa upp alla von. Eftir seinni heimsstyrjöldina hefur kjarnorkuógnin mikil áhrif á heimsendabókmenntir og meira vonleysi, kaldhæðni og harka kemur fram í verkum á borð við Cat's Cradle eftir Kurt Vonnegut og Eftir flóðið eftir P.C. Jersild. Aðrir höfundar, til dæmis Kim Stanley Robinson og Janni Lee Simner, einbeita sér frekar að því sem gerist eftir kjarnorkustríð og þeim möguleikum sem þá gefast til að byrja upp á nýtt og gera nú betur.
Lesari í þáttunum er: Sigurður H. Pálsson.
Útvarpsfréttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar er Spilverk þjóðanna með samnefndri hljómsveit frá árinu 1975.
Hlið A:
1. Muse
2. Plant no trees
3. Lazy Daisy
4. Lagið sem hefði aldrei átt að vera leikið
5. Of My Life
6. Going Home
Hlið B:
1. The Lemon Song
2. Snowman
3. Icelandic Cowboy
4. L'escalier
5. Sixpence Only
6. Muse II
7. Remember
8. Old man
Umsjón: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Útvarpsfréttir.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Brot úr Morgunvaktinni.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Tónlistarkonan Cristina Vane er af bandarísk-ítölsku bergi í föðurætt en móðri hennar er frá Gvatemala. Hún ólst fyrstu árin upp á Ítalíu en síðan í Frakklandi og Bretlandi en flutti átján ára til Bandaríkjanna. Hún lærði á píanó, selló og flautu í æsku og tók síðan upp gítarinn á unglingsárum og fór að semja sín eigin lög í anda blústónlistar. Þessi unga tónlistarkona á ekki langan feril að baki en hefur svo sannarlega vakið athygli, einkum í Bandaríkjunum enda er tónlist hennar flokkuð undir samheitinu Americana. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Heimsendir hefur hlotið mikla umfjöllun í bókmenntum frá örófi alda og hver kynslóð fundið honum stað innar sinnar heimsmyndar. Goðsögur, ljóð, smásögur, vísindarit, vísindaskáldsögur og barnabækur taka fyrir þetta ógnvænlega umfjöllunarefni, fjalla um aðdragandann og það sem hugsanlega tekur við. Í þremur þáttum verður tekist á við spurninguna hvers vegna heimsendir er okkur svona hugleikinn og fjallað um ýmis einkenni heimsendabókmennta gegnum tíðina. Lesari í þáttunum er: Sigurður H. Pálsson. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir
Í öðrum þætti verður fjallað um heimsendi af mannavöldum og þá ógn sem stafar af stríðsbrölti og tæknifikti. Ótti, samviskubit og vonbrigði yfir mannlegu eðli einkenna bókmenntir sem fást við manngerðan heimsendi, til dæmis Salamöndrustríðið eftir Karel Capek. Í þeirri bók má þó einnig sjá að flestir höfundar neita að gefa upp alla von. Eftir seinni heimsstyrjöldina hefur kjarnorkuógnin mikil áhrif á heimsendabókmenntir og meira vonleysi, kaldhæðni og harka kemur fram í verkum á borð við Cat's Cradle eftir Kurt Vonnegut og Eftir flóðið eftir P.C. Jersild. Aðrir höfundar, til dæmis Kim Stanley Robinson og Janni Lee Simner, einbeita sér frekar að því sem gerist eftir kjarnorkustríð og þeim möguleikum sem þá gefast til að byrja upp á nýtt og gera nú betur.
Lesari í þáttunum er: Sigurður H. Pálsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Þorsteinn Þórólfs, okkar maður í Sérveitinni, stuðningssveit íslensku handboltalandsliðanna, verður á línunni í upphafi leikdags.
Er hið opinbera alltaf að ráða hæfasta starfsfólkið til sín eða eru önnur atriði sem stýra því frekar hverjir fá störfin? Þetta ætlar mannauðsfólk að ræða sín á milli á ráðstefnu í dag. Thelma Kristín Kvaran sérfræðingur í ráðningum og eigandi Intellecta og Hildur Ösp Gylfadóttir framkvæmdastjóri mannauðs á heilbrigðisstofnun Norðurlands líta við hjá okkur.
Við ræðum stöðuna á kjaraviðræðum kennara við Ingu Rún Ólafsdóttur. Hún er formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Oddur Ævar Gunnarsson, blaðamaður, ræðir tilnefningar til Óskarsverðlauna.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með borgarfulltrúunum Líf Magneudóttur og Trausta Breiðfjörð.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Matthías Már og Ólafur Páll spila alla helstu smeillina og öll hin lögin líka
Hárrétt blanda til að koma hlustendum inn í helgina.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttastofa RÚV.
Upphitun og útsending frá leik Króatíu og Íslands í milliriðlum á HM karla í handbolta. Leikurinn hefst kl. 19:30.
Lýsandi er Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson.
Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Dansannáll Party Zone, nú fyrir árið 2024, verður í fluttur í allri sinni dýrð í þáttum vikunnar. Plötusnúðarnir hafa valið árslista ásamt þáttarstjórnendum og við þann pott bætum við öllum PZ listum ársins sem leið. Útkoman er Árslisti PartyZone 2024 - Topp 50.
Einnig förum við yfir það helsta sem gerðist á dansárinu sem leið.
Fyrri hlutinn , sæti 50. til 26. er kominn í spilara RÚV en seinni hlutinn sæti 25. til 1., er svo fluttur í þessum þætti þar sem topplag ársins kemur í ljós.