07:03
Morgunútvarpið
26. nóv - Stjórnmál, eldgos og listabókstafir
Morgunútvarpið

Auður Anna Magnúsdóttir ræðir við okkur um þróun mála þegar kemur að stafrænu ofbeldi jafnt hér á landi sem og í Evrópu.

Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna lítur við hjá okkur.

Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, verður gestur okkar fyrir átta fréttir en hún birti í gær grein á Vísindavefnum þar sem hún rýnir í hvenær listabókstafir voru fyrst notaðir í kosningum hér á landi og hvaðan sú hefð kemur.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, ræðir við okkur um stöðuna í stjórnmálunum.

Sævar Helgi Bragason um vísindafréttir.

Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því síðdegis í gær að Åge Hareide væri hættur þjálfun karlalandsliðsins í fótbolta og að leit sé hafin að nýjum þjálfara. Við ræðum þessi tíðindi og mögulega þjálfara við Hörð Magnússon, fjölmiðlamann.

Er aðgengilegt til 26. nóvember 2025.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,